Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Kallisto
Kallisto Notandi síðan fyrir 20 árum, 4 mánuðum 36 ára kvenmaður
332 stig
'The entire Fleet knows that this man tried to stab me through the neck. And you missed! Butterfingers!'

Kjólarnir mínir III (24 álit)

í Tíska & útlit fyrir 17 árum
Well, ákvað að það væri kominn tími á þriðju greinina, þar sem það er langt síðan ég birti þá síðustu. Því miður fylgja engar myndir með þessari frekar en hinni, en ég er að bíða eftir að fá nokkra af kjólunum úr láni hjá vinkonum mínum til þess að mynda kvikindin :) Biðs bara afsökunar á þessu, og vona að þið nennið samt að lesa þetta. 21 - Munstraði hlírakjóllinn Niður á mið læri, úr sama yndislega bómullarefninu og túrkís hlírakjóllinn í grein 2. Hann er með dökkbláum (navy) þykkum hlírum...

Smávegis vangaveltur varðandi Sylar (136 álit)

í Spenna / Drama fyrir 17 árum, 6 mánuðum
Sæl veriði. Ég skrifaði þessa “grein” í flýti, og hún var upphaflega hugsuð sem korkur. Síðan sá ég bara hvílíkt orðaflóð hafði streymt útúr mér, þannig að ég ákvað að reyna þetta sem grein. Reynið að afsaka hvað þetta er óformlega skrifað og kjánalega upp sett :) Takk, Kallisto mögulegir spoilerar að neðan, geri ekki ráð fyrir slíku, en lesist varlega fyrir þá sem eru ekki búnir að sjá alla þættina sem komnir eru Ég var að spá, Sylar er náttúrulega búinn að sanka að sér slatta af kröftum og...

Kjólarnir Mínir II (16 álit)

í Tíska & útlit fyrir 17 árum, 6 mánuðum
Jæja, ég ætlaði að koma með framhald af kjólagreininni minni ef það yrði tekið vel í það :) Og mér fannst ég bara fá ágætis viðbrögð, þannig að ég kem hérna með næstu 10 kjóla: 11 - Madonnu Kimonoið Þessi er sá allra nýjasti, og ég dái hann :) Hann er úr Madonnu-collectioni H&M, og er nánast hnésíður, kolsvartur og sniðið að ofan er eins og Kimono. Hann er úr silkikenndu efni og hálsmálið nær vel niður á milli brjósta. Þykkur silkiborði í mittið. H&M - ????kr. 12 - Rautt shift Rauður...

Wheel of Time (45 álit)

í Ævintýrabókmenntir fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Wheel of Time eru bókaflokkur eftir Robert Jordan. Fyrsta bókin kom út árið 1990 og Jordan er enn að skrifa. Nafn bókaflokksins vísar í gang heimsins sem bækurnar gerast í. Þar er kenningin sú að tíminn gangi í hringi og snúist sem hjól. Hann ferðist eftir vissum vef atburða, en ef einni ákvörðun er breytt þá hefur það keðjuverkun. Hver einstaklingur er endurfæddur þegar að fyrra líf hans er löngu gleymt með tímanum. T.d. ef að e-r konungur sem er mikið þekktur deyr, þá er það ekki fyrr en...

Kjólarnir mínir (21 álit)

í Tíska & útlit fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Sæl veriði, ótal greinar og korkar þar sem fólk er að telja upp og lýsa skónum sínum hafa hér með verið birtar hérna og mig langaði að gera eitthvað svipað, en þar sem ég á innan við 10 skópör sem ég nota, þá ákvað ég að skrifa um það sem ég á meira en nóg af; Kjóla :) Það virðist ekki skipta máli hvað mig vantar og/eða hvað ég ætla mér að kaupa þegar ég legg af stað, ég kem nánast alltaf heim með a.m.k. 1 kjól. Hérna ætla ég að koma með stuttar lýsingar ofl. um nokkra af kjólunum mínum. 1 -...

Svefnrofalömun (41 álit)

í Dulspeki fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Sæl veriði. Það sem ég er að fara að fjalla lítillega um hér að neðan er í raun læknisfræðilegt, en þar sem Svefnrofalömun kemur oft upp í umræðum um drauma og/eða óútskýranlegar upplifanir ákvað ég að reyna að gera betur grein fyrir þessu fyrirbæri. Svefnrofalömun er eitthvað sem margir verða fyrir eitthvern tíma á lífsleiðinni…sumir oftar en einu sinni og jafnvel reglulega. Ég hef sjálf lent í þessu þónokkrum sinnum, og alltaf er þetta jafn óþægilegt. Svefnrofalömun lýsir sér þannig að í...

Salvador Dalí og Súrrealisminn (35 álit)

í Myndlist fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Hérna er ritgerð sem ég gerði í Listasögu um án efa minn uppáhalds listamann; Salvador Dalí, og Súrrealismann. Ákvað að skella henni hingað og vona að einhverjir hafi gagn af :) Í gegnum árin hafa fjölmargar listastefnur komið fram á sjónarsviðið. Áður á öldum þótti það við hæfi að túlka hlutina hreinlega eins og þeir voru, eða jafnvel sem fegraðar myndir af raunveruleikanum. Þá voru málarar t.d. yfirleitt með fólk sem sat fyrir hjá þeim og málverkin urðu nær nánast eins og fyrirmyndirnar....

Spirited Away (37 álit)

í Kvikmyndir fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Spirited Away, eða ‘Sen to Chihiro no kamikakushi’ eins og hún heitir á frummálinu, er teiknimynd frá árinu 2001. Hún er í japönskum stíl, en ég vil vekja athygli á því að hér er ekki hversdagslegt anime á ferð, heldur verk eftir meistarann Hayao Miyazaki sem gerði t.d. Princess Mononoke. Ég veit að margir eru með ofnæmi fyrir þessum japanska teiknimyndastíl, vegna þess hversu ýktur, klisjukenndur og algengur hann vill verða. Þetta er hinsvegar alvöru anime, listgrein, og ég hvet alla...

Ofmetnir leikarar? (81 álit)

í Kvikmyndir fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Ég ætla að byrja á því að taka það fram að þetta er ekki sniðugur listi eins og eru búnir að flæða inn á áhugamálið síðustu vikuna (sem að mér finnst frábært, ekki misskilja mig). ——————————————– Það vill gerast svolítið oft, að ef leikari stendur sig vel í mynd, svo ekki sé minnst á vinni óskarinn, þá fara allt í einu fullt af manneskjum að telja viðkomandi besta leikara sögunnar. Þá kemur orðið ‘Ofmetinn!’ upp hjá mörgum sem telja sig hafa meira vit á kvikmyndaheiminum eins og hann leggur...

Grosse Pointe Blank (12 álit)

í Kvikmyndir fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Grosse Pointe Blank Útgáfuár: 1997 Aðalhlutverk: John Cusack, Minnie Driver, Dan Aykroyd, Joan Cusack, Jeremy Piven, Alan Arkin ofl. Leikstjóri: George Armitage Handrit: Tom Jankiewicz ofl. (m.a. John Cusack sjálfur) —————– —————– Grosse Pointe Blank er svonefnd cult-mynd. Hún var enginn smellur í kvikmyndahúsum, en hefur í gegn um tíðina safnað að sér dyggum aðdáendahóp, og salan á dvd-disknum hefur verið frábær. Í grófum dráttum fjallar myndin um leigumorðingjann Martin Blank (Cusack)....

Harrison Ford (6 álit)

í Kvikmyndir fyrir 19 árum, 3 mánuðum
Ég var lengi að ákveða hvort ég ætlaði að senda þessa grein inn á ‘Fræga fólkið’ eða ‘Kvikmyndir’. En þar sem að ‘Fræga fólkið’ virðist uppfullt af slúðri og upplýsingum um uppáhalds liti og mat Lindsay Lohan, ákvað ég að greinin ætti betur heima hér á ‘Kvikmyndum’, hvort að þið teljið þá ákvörðun rétta eða ekki er síðan annað mál. —————————- Harrison Ford er einn af mínum uppáhaldsleikurum, og hér kemur smá grein um ævi kappans og afrek. Hann fæddist þann 13. júlí 1942 í Chicago. Hann var...

Twiggy (13 álit)

í Tíska & útlit fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Twiggy er nafn sem langflestir með einhvern áhuga á tískuheiminum hafa heyrt oftar en einu sinni. Réttu nafni hét hún Lesley Hornby og hún fæddist árið 1949 í Neasden, sem er eitt af úthverfum London. Lesley var kölluð ‘Sticks’ sem barn og unglingur vegna þess hversu mjög grönn og veikburða hún var í vextinum. Lesley var uppgötvuð á hárgeiðslustofu snemma á unglingsárunum, og á staðnum var henni breytt í ofurfyrirsætuna ‘Twiggy’. Hún var fyrsta unglingsstelpan til að verða ofurfyrirsæta. 15...

Kristján Jóhannsson í Kastljósinu!! (144 álit)

í Deiglan fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Hver horfði!? Ég var að ljúka við að horfa á söngvarann Kristján Jóhannsson haga sér eins og fífl í Kastljósinu. Það er ekki nóg með að maðurinn hafi til að byrja með þegið 700.000 kr. (að hans sögn) fyrir að koma fram á góðgerðartónleikum til styrktar krabbameinssjúkum börnum, heldur gerði hann enn minni mann úr sér í sjónvarpinu. Starfsmenn Kastljóssins voru að spurja manninn sem sá um tónleikana, spurninga um útgjöld og hagnað vegna tónleikanna vegna þess að það var óvissa sbv. það. Þá...

Unbreakable......... (20 álit)

í Kvikmyndir fyrir 20 árum
ATH! Spoiler! Ég var að enda við að horfa á Unbreakable í annað sinn. Þegar ég sá hana fyrst fannst mér hún góð, en ekki jafn góð og hinar M. Night Shyamalan myndirnar sem ég hafði séð, Signs og Sixth Sense. Það er álit sem ég hef heyrt um allt. Það virðast flestir sem ég hef heyrt í vera á því að Unbreakable sé sísta mynd Shyamalans. Eftir að hafa horft á myndina núna í kvöld, er ég á allt öðru máli. Mér finnst Signs, Sixth Sense og the Village vera óhugnalegri og með óvæntari endi, meira...

Coco Chanel (8 álit)

í Tíska & útlit fyrir 20 árum
Coco Chanel Coco Chanel, eða Gabrielle Bonheur Chanel eins og hún hét í raun, fæddist þann 19. ágúst 1883. Hún ólst upp í Saumur í Frakklandi. Móðir hennar dó þegar Coco var aðeins sex ára. Eftir það skildi faðir hennar hana og fjögur systkini eftir í umsjá ættingja. Gabrielle tók upp nafnið Coco sem ung kona á stuttum söngferli sínum. Seinna kynntist hún tveimur ríkum mönnum sem að hjálpuðu henni bæði að koma upp eigin hattabúð í París árið 1910, og að fá konur í efri stéttum til að versla...

Fatahönnunarnám...? (18 álit)

í Tíska & útlit fyrir 20 árum, 1 mánuði
Veit ekki alveg hvort að þetta falli undir Tíska og útlit flokkinn, en þetta virðist besti staðurinn fyrir þetta. Var að spá hvort einhver hefði ráðleggingar um það hvað og hvar best er að læra ef að maður stefnir að því að verða fatahönnuður. Ég hef alveg geðveikan áhuga á því og hef haft í mörg ár, en er alveg handónýt saumakona ;) Var þessvegna að spá hvort að einhver hérna væri í fatahönnunarnámi og gæti komið með ráðleggingar eða eitthvað þvíumlíkt…?

Smá upplýsingar um Carlos Bernard (0 álit)

í Fræga fólkið fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Carlos Bernard Papierski, eins og hann heitir víst fullu nafni, fæddist þann 12. Október árið 1962 (sem að þýðir það að það fer að styttast í 42 ára afmælið hans). Hann er yngstur þriggja systkina. Carlos hefur leikið í ágætlega mörgum myndum miðað við hversu lítt þekktur hann er. Fyrsta hlutverk hans á hvíta tjaldinu var í myndinni The Killing Jar frá árinu 1996, en þar var einn af mótleikurum hans Xander Berkeley, sem að átti einmitt eftir að leika með honum aftur nokkrum árum seinna í...
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok