Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Kallisto
Kallisto Notandi síðan fyrir 20 árum, 3 mánuðum 36 ára kvenmaður
332 stig
'The entire Fleet knows that this man tried to stab me through the neck. And you missed! Butterfingers!'

Re: Che Guemerkjavara?????

í Tilveran fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Nei ég hef ekki komið til Kúbu. Ég miðaði Kúbu aldrei við Egyptaland, þannig að þú varst kannski að misskilja mig eitthvað. Enn og aftur vil ég hamra á því að þótt að Kúba standi sig glæsilega miðað við önnur fátæk ríki (geri ráð fyrir að þú sért á meina það með ‘þróunarlöndum’ og ‘3. heims ríkjum’ þá þyrfti hún ekki einu sinni að vera talin meðal þessara ríkja ef það væri ekki fyrir kommúnisma. Getum við farið að spjalla um hvort kommúnismi borgi sig aftur?

Re: Imdb 250 bestu

í Kvikmyndir fyrir 18 árum, 6 mánuðum
61…gleymdi Crouching Tiger Hidden Dragon…fann hana hreinlega ekki þegar ég fór sjálf yfir listann :s kannski því ég þekki ekki kínverska nafnið.

Re: Imdb 250 bestu

í Kvikmyndir fyrir 18 árum, 6 mánuðum
:s ekki nema 60…mikið er ég léleg

Re: Che Guemerkjavara?????

í Tilveran fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Ég bendi þér á þetta því þú varst svo 100% öruggur með þig…auðvitað benti ég þér þá á villurnar þínar. Margir sem ekkert vita í landafræði telja Ástralíu, Nýja Sjáland og fleiri lönd í þessum heimshluta tilheyra Asíu. Ég vissi ekki hvort þú værir einn af þessum. Ég lét aldrei eins og þetta væri dauðadómur, þú verður hreinlega að styrkja skrápinn ef svona smámunir særa þig. UPPHAFLEGA var ég að tala um að kommúnismi borgaði sig ekki. Almennt. Þú fórst að tala um Kúbu sem er gott og blessað....

Re: Che Guemerkjavara?????

í Tilveran fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Úúú, ég benti þér á villu, viltu ekki bara snappa? Erfiður dagur?

Re: Che Guemerkjavara?????

í Tilveran fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Þá þarft þú að læra meiri landafræði karlinn. Er Ástralía t.d. þróunarland?

Re: Che Guemerkjavara?????

í Tilveran fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Það er kannski betra statt en mörg önnur en samt ekki vel statt ríki. Viltu vinsamlegast svara spurningu minni, hvernig skilgreinirðu þróunarland?

Re: Che Guemerkjavara?????

í Tilveran fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Hvernig skilgreinirðu þróunarlönd? En annars er það kommúnismanum að stórum hluta að kenna að hægt sé að hugsa um kúbu sem þróunarland

Re: Che Guemerkjavara?????

í Tilveran fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Ég átta mig fullkomlega á því, en það er að stórum parti kommúnismastjórn að kenna að þú getur til að byrja með talið ríkið sem þróunarland (þótt að mér persónulega finnist það dálítið extreme).

Re: Ég fékk 310 þús í fermingar peng

í Tilveran fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Hey vá, einmitt ég líka

Re: Ég fékk 310 þús í fermingar peng

í Tilveran fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Jámm. Það er satt að þetta er græðgi og mér finnst frábært að þú skulir spara peninginn þinn. En það er ekkert vandamál að eyða 60.000 á mánuði ef þú bara vilt það…vinkona mín fær tæpar 200.000 þar sem hún vinnur (er 17 ára) og henni tekst að eyða því svoleiðis að hún er staurblönk í mánaðarlok. Það er auðvitað langt frá því að vera sniðugt…og þín leið er mun betri.

Re: Hvaða nammi sjáið þið mest eftir?

í Tilveran fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Jámm…blátt var nefnilega tekið út um tíma vegna þessarar hættu. Ég saknaði þess á meðan :)

Re: Hvaða nammi sjáið þið mest eftir?

í Tilveran fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Blátt

Re: Hvaða nammi sjáið þið mest eftir?

í Tilveran fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Ég sakna Frissa Fríska epla-gossins…ef þú telur gos með. Það var geðveikt gott, til í ca. 1/2 ár árið ca. 1997/1998 eða þar um. Það var goooootttt. Ég sakna líka umbúðanna af gamla Prins Poloinu, þær voru geggjað flottar. Og kóks í gleri án pappírsmiða. Heldur með svona grúví hvítum old-school stöfum prentuðum á flöskurnar… …those were the days (can barely remember the days…)

Re: Léleg mæting

í Skóli fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Ég veit, takk ;)

Re: Léleg mæting

í Skóli fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Ég á í nákvæmlega sömu mætingarörðugleikunum. Þetta er nefnilega vítahringur.

Re: WTF?!?

í Spenna / Drama fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Þetta er hvít strönd já…en þær er að finna víða. Eftir að hafa skoðað myndina betur sé ég að þetta er pían sem leikur Sun….

Re: Íslenskar Kvikmyndir

í Kvikmyndir fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Þannig húmor finnst mér vera ríkjandi á Íslandi og mér finnst það ekki fyndið. Ég fíla breskan húmor…svartan og lúmskan…svolítið súran. Það var þessvegna sem ég var að minnast á Fóstbræður og Sigtið

Re: Ice Age 2

í Kvikmyndir fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Það verður að vera slatta lengri texti kallinn :)

Re: WTF?!?

í Spenna / Drama fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Mér finnst þetta mjög töff tískuljósmyndun….en hvernig í andsk. tengist þetta Spenna/Drama…??

Re: Íslenskar Kvikmyndir

í Kvikmyndir fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Íslendingar eru góðir í að fá aðra Íslendinga til að hlæja já… …en húmorinn sem við deilum með t.d. bretum kemur ekki fram nema í þáttum (Fóstbræðrum, Sigtinu…) Ég veit persónulega ekki um neina íslenska kvikmynd með virkilega góðum húmor. Ég get hlegið að Stellu í Orlofi og svona…en það er mjög einfaldur og gamall húmor.

Re: Búin að lesa allt?

í Bækur fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Ó ó… og LoveStar eftir Andra Snæ. Ég grenjaði hreinlega úr hlátri yfir sýrunni sem sú bók er :')

Re: Búin að lesa allt?

í Bækur fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Ef þú treystir þér í mikla Epík á ensku….þá farðu strax og bókabúðir opna og keyptu þér allar ‘Wheel of Time’ bækurnar eftir Robert Jordan. Frrrrrrábærar. (fást a.m.k á efstu hæð Eymundson í Austurstræti)

Re: Barnabækur

í Bækur fyrir 18 árum, 6 mánuðum
hahaha man eftir honum kattargreyinu

Re: Barnabækur

í Bækur fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Snúður og Snælda :) Smjattpattarnir, Rasmus Klumpur, Tommabækurnar, allt sem hét Erilborg (Ormar bóndi ofl…)…síðan fullt af stökum stærri bókum eins og Tröllabókin, Drekasaga, Næturbókin (ég er ekki svona gleymin…bækurnar heita án gríns bara svona einföldum nöfnum)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok