Kynþroskaskeið og aðrar veigamiklar breytingar á líkamanum virðast geta haft áhrif á mígreni. Það gerði það að vísu ekki hjá mér, ég fæ alveg jafn tíð köst nú og þegar ég var barn…og þau lýsa sér eins. Það eru samt ýmis dæmi um fólk sem byrjar að fá mígreni á kynþroskaskeiði, hættir að fá mígreni á þeim tíma…eða að tíðni/einkenni mígreniskasta breytast á þeim aldri. Það getur þessvegna verið að mígrenið þitt taki einhverjum breytingum á næstu árum en það þarf alls ekkert að vera :)