Það er nú samt svolítið eins og að segja að Natalie Portman sé ísraelsk og Kiefer Sutherland frá Englandi. Fæðingarstaður er ekki endilega það sama og hvers lenskur maður er.
Þú virðist vera mjög skarpur strákur og það er margt gilt í því sem þú ert að segja… …en þótt að þetta sé mest anal setning sem hægt er að heyra: þá breytist þetta þegar þú verður eldri. Ég var brjáluð yfir því að mega ekki horfa á 12 ára myndir þegar ég var 11 ára. Mega ekki horfa á 16 ára myndir þegar ég var 15. Mega ekki keyra þegar ég var 16… mega ekki ráða mér sjálf þegar ég var 17… en ég er sátt við það í dag að hafa fengið þessi réttindi á akkúrat þessum stöðluðu tímapunktum. Ég er...
Shawshank Redemption, Fear and Loathing in Las Vegas, Requiem for a Dream, Life Aquatic with Steve Zissou, Hotel Rwanda, City of God, Goodfellas…. sæm dæmi. Af þeim nýjustu á dvd mæli ég eindregið með Little Children, Prestige og Blood Diamond.
Já en málið er að þetta er eins og með allt annað: Eftir því sem maður fær meira af því, því gráðugri gerist maður. Ég á tæplega 30 kjóla sem ég nota… samt finn ég alltaf þörfina að kaupa nýja… auk þess sem mér finnst ég aldrei hafa neitt til að vera í :p
Hún er horuð, með brjóst sem líkjast vatnsblöðrum, skorið og tekið andlit sem lítur út fyrir að sæma hesti frekar en mannveru. Hún er semsagt (mínus brjóstin) eins og Skeletor . Þetta heillar mig ekki… …og það er ekki öfund, því þrátt fyrir að vera ekki 100% ánægð með sjálfa mig, þá get ég með sanni sagt að mér finnst ég vera mun fallegri en hún.
Mér finnst þetta mjög töff klipping, en hún er ljót og ‘overdone’ á Victoriu Beckham… Reyndar á ég erfitt með að ímynda mér að nokkuð fari vel á kvenmanni sem lítur út eins og He-man villaininn Skeletor. Mun flottara og náttúrulega á Elishu Cuthbert… enda mun flottari og náttúrulega fallegri stelpa þar á ferðinni. Ber þetta vel.
Trílógía á Laugarvegi er með frábæran starfskraft, ótrúlega vingjarnlegar og hjálpfúsar stelpur sem veita ráðgjöf og aðstoð án þess að vera uppáþrengjandi.
Ég er bara að tala um hluti eins og: Primtech í stað Primatech teleportalað í stað teleportað þessarar ævintýrar persuastioní stað persuasion Sem þú baðst afsökunar á í lok greinarinnar…ég hafði ekki tekið eftir því áður þannig að ég biðst bara sjálf afsökunar á móti. “en svo breystist hún í hina moðróðu Niki Sanders sem hugsar bara um pening en ekki fjölskyldu. ” Reyndar hugsar hún ekki einungis um pening heldur líka um Micah… forgangsröðunin er bara röng og hún verður siðblind. Það mætti...
Ég verð að vera sammála Demonu með þetta. Skil ekki hversvegna fólk fer ekki á www.imdb.com… skrifar inn Michael Moore og notar 1 stykki músaklikk til að komast að staðreyndum í staðinn fyrir að logga sig inná Huga, posta fyrirspurn og bíða eftir svari frá einhverjum.
fokking tööööffari. Ég dái þennan mann. Ekki einungis fyrir það hvað hann er óendanlega suave, heldur tók hann einnig við sem yfirhönnuður flottasta og merkasta tískuhúss sögunnar eftir andlát Mademoiselle Coco Chanel… og gerði það af stakri prýði! Hann heldur heiðri merkisins og nafns stofnandans hátt á lofti og hefur einstakan hæfileika þegar kemur að því að skapa gullfallegar flíkur.
Ertu ellefu ára gömul?? Hvað í fjandanum kemur það aldri hans við hvernig föt hann gerir? Og nei, hann á ekki Chanel, heldur tók hann við þegar Mademoiselle Coco Chanel lést.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..