Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Kallisto
Kallisto Notandi síðan fyrir 20 árum, 3 mánuðum 36 ára kvenmaður
332 stig
'The entire Fleet knows that this man tried to stab me through the neck. And you missed! Butterfingers!'

Re: orðabæklun

í Tilveran fyrir 19 árum
Canner með mjöög amerískum hreim er “Kjeeennnur” ekki Counter…

Re: Hive(?)

í Tilveran fyrir 19 árum
Þú getur fengið Hive tengingu með enska boltanum…reyndar alveg jafn hæg eins og síma grunntengingar (1mb tenging) en samt færðu 4GB downloadið…tjekkaðu á þessu ;)

Re: Hitamálin í mínum sápum ...

í Sápur fyrir 19 árum, 1 mánuði
Ég er búin að sjá allt sem hefur komið af 3. seríu…ég er að tala um fólk sem dæmir Julie illa af gjörðum hennar í fyrstu 2 seríunum…3. er annað mál. Ég geri ekki ráð fyrir því að allir séu búnir að sjá þætti í henni.

Re: Hitamálin í mínum sápum ...

í Sápur fyrir 19 árum, 1 mánuði
Gott að heyra þetta um Julie…orðin þreytt á að vera sú eina í vinkvennahópnum sem reynir að réttlæta sumar ákvarðanna hennar. Hún getur verið rosaleg tík og hún er auðvitað meingölluð…en hún vill oftast vel innst inni. Auk þess að hún á ættingja sem eru jafnir vandræðagemlingar og jafn siðspilltir og hún, þannig að þetta er varla allt henni að kenna :) Annars forðast ég restina af þessum sápum eins og heitan eldinn…gerist bara sek um að horfa á O.C. ;)

Re: Chad Michael Murray á lausu!

í Fræga fólkið fyrir 19 árum, 1 mánuði
Myndarlegur gaur…ekki alveg mín týpa samt. Leiðinlegt að þetta skildi ekki endast hjá þeim greyjunum.

Re: tískan í dag?

í Tíska & útlit fyrir 19 árum, 1 mánuði
Þetta er bara hreinlega tæplega ársgömul tíska. Við vinkonurnar klæddum okkur (því miður) svona fyrir ca. ári…tískan er búin að þróast í allt öðruvísi stígvél/skó, aðra boli og allt aðra samsetningu (ég mundi nú seint teljast hnakki…þannig að mín föt eru nokkuð mikið ólík þessu…)

Re: 'Eg er að verða dauðþreittur á öllu þessu kvennavæli

í Deiglan fyrir 19 árum, 1 mánuði
Kvarta yfir engu?? Gaman að vita hvað þú ert þröngsýnn. “Við vitum öll hvernig konur nota kynlíf sem skiptimynt og sér til framdráttar” Gerðu það, segðu mér að þú sért ekki að tala um allar konur…því annars missi ég það litla álit sem ég hafði á skoðunum þínum. Karlar mega alveg þegja og leyfa konum að sjá um þessa baráttu. Mér finnst gaurar ekkert vera neinir svikarar þótt þeir séu ekki öskrandi slagorð á götum úti í “Ég hugsa, þessvegna er ég Femínisti” -bol (eða hvað svosem stendur á...

Re: Lag í Sin City trailer

í Kvikmyndir fyrir 19 árum, 1 mánuði
Eins og Pinkytoe segir heitir það Cells og er með The Servant…En það eru til 2 útgáfur. Það er sungna útgáfan og instrumental útgáfan. Mér finnst persónulega sú sem er í Trailernum (instrumental) betri, því mér finnst söngurinn ekki alveg passa inn í lagið, það er eins og það sé verið að syngja við allt aðra laglínu og síðan smellt inná. En þetta er allavega fantagott lag. Mjög töff. Ég nauðgaði því algjörlega í vor og sumar :)

Re: Forest Gump

í Kvikmyndir fyrir 19 árum, 1 mánuði
Nákó, imdb.com eða wikipedia.org

Re: Maximus vs. William Wallace

í Kvikmyndir fyrir 19 árum, 1 mánuði
Hmmm…Wallace….nei Maximus.

Re: Göt

í Tíska & útlit fyrir 19 árum, 1 mánuði
Ég er bara með eitt í hvoru eyra

Re: enni

í Tíska & útlit fyrir 19 árum, 1 mánuði
Nei. Það getur orðið svolítið furðulegt á sumum andlitum, en ekki almennt. Mér finnst það oft bara flott

Re: 'Eg er að verða dauðþreittur á öllu þessu kvennavæli

í Deiglan fyrir 19 árum, 1 mánuði
1.“Góði”… ég er stelpa. 2. Ég er líka unglingur og þótt að maður lifi lífinu verður maður líka að spá aðeins í framtíðina. 3. Þetta verður einhverntíma þitt vandamál…ég er nokkuð viss. Og þá áttu eftir að sjá eftir því að hafa ekki tekið þessu alvarlega sem unglingur.

Re: 'Eg er að verða dauðþreittur á öllu þessu kvennavæli

í Deiglan fyrir 19 árum, 1 mánuði
Já, vonandi kemur þetta með tímanum eins og þú segir, en það þýðir ekki að það gerist án þess að ýtt sé á það. Viltu hins vegar rökstyðja það hvernig launamismunurinn sé óheppni…??

Re: 'Eg er að verða dauðþreittur á öllu þessu kvennavæli

í Deiglan fyrir 19 árum, 1 mánuði
Sumt fólk vill mennta sig eftir áhugasviði…ótrúlegt en satt.

Re: 'Eg er að verða dauðþreittur á öllu þessu kvennavæli

í Deiglan fyrir 19 árum, 1 mánuði
Það kemur líka kanski að því að þú eignast dóttur sem mun ekki hafa sömu réttindi og kanski bróðir hennar til launa, þrátt fyrir að vera jafnmenntuð ef ekki meira. Hún á eftir að eiga í vandræðum með að fá starf með almennilegum launum og skilur ekki afhverju það er ekki búið að rétta launamismun kynjanna fyrir löngu. Þessi ímyndaða dóttir þín gæti verið mjög niðurdregin yfir þessu og spurt mömmu sína. Hvað ætlar þú að segja: “Já Kata mín, ég sætti mig nú bara við þetta sem unglingur og var...

Re: 'Eg er að verða dauðþreittur á öllu þessu kvennavæli

í Deiglan fyrir 19 árum, 1 mánuði
Þessi dæmi sem þú nefndir eru auðvitað ekki jafnrétti. Kynjakvóti við ráðningu í störf, sem og það að konur telji það sjálfssagt að fá forræðið er bæði dæmi um það að til eru alltof margar manneskjur sem vilja það sem ég kýs að kalla kvenréttindi…meðan það sem ég vil er jafnrétti. Hins vegar getur þú ekki vitað hvort að konurnar í 10-11 hafi vitað að maðurinn væri eiturlyfjasjúklingur eða ofbeldismaður eða e-ð slíkt…þannig að þær gætu vitað af eitthverju sem gerði ‘Stefán’ að óhæfu foreldri,...

Re: 'Eg er að verða dauðþreittur á öllu þessu kvennavæli

í Deiglan fyrir 19 árum, 1 mánuði
Nei. Það er málið að þeir eru ekki að gera hlutina neitt öðruvísi, og eru ekki með meiri menntun. Félagsfræðingar og þjóðfélagsfræðingar eru búnir að gera margar kannanir og rannsóknir á þessu og þetta er staðreynd. Fyrirgefðu að ég skuli sprengja sápukúluveröldina. (Og viltu gera það fyrir mig að vanda málfarið aðeins. Ég á erfitt með að skilja þig á köflum)

Re: 'Eg er að verða dauðþreittur á öllu þessu kvennavæli

í Deiglan fyrir 19 árum, 1 mánuði
Þið Hvað meinarðu með þessu? Ég er á móti mörgu sem hefur verið sagt hér að ofan, og tel mig vera stelpu sem vill jafnrétti, og tel því ekki hafa verið náð. Þú talar um konur sem eina heild sem vilja allar það sama, eru allar brjálaðar rauðsokkur sem láta ykkur aumingja karlmennina ekki í friði. Ég er fullkomlega sammála þér að við ráðningu í störf á einfaldlegasta hæfasti og menntaðasti aðilinn að fá stöðuna. Alveg sama hvers kyns umsækjandinn er. En þetta: “þá væri ekki þessi endalausa...

Re: 'Eg er að verða dauðþreittur á öllu þessu kvennavæli

í Deiglan fyrir 19 árum, 1 mánuði
Já líffræðin kemur þarna að, en er ekki stærsti hlutinn. Mér finnst þú koma með það álit að við konur verðum bara að sætta okkur við hlut okkar vegna þess að við erum með estrogen og leggöng…Að við verðum bara að sætta okkur við lægri laun fyrir sömu störf vegna þess að við erum með “hreiður” og eigum bara að hugsa um heimili og dúllerí í samræmi við það. Ég var sjálf að tala um kynjamun í vali á starfi hér fyrir ofan, en mér finnst þetta frekar fúlt.

Re: helvítis undirskrift (og nei þetta á ekki að fara í nöldur)

í Hugi fyrir 19 árum, 1 mánuði
Þú hefur allavega einhvern húmor fyrir sjálfri þér, þannig að ég bara tek ofan hattinn :)

Re: helvítis undirskrift (og nei þetta á ekki að fara í nöldur)

í Hugi fyrir 19 árum, 1 mánuði
þúst alleg ýkt sammála þér! gegt rugl skomm

Re: Staða konunnar (pælingar um ástæðuna)

í Deiglan fyrir 19 árum, 1 mánuði
Það sem ég hef um þessa jafnréttisbaráttu að segja, er að konur þurfa ekkert endilega að vera í jafnmörgum stjórnunarstöðum…alveg eins og karlar þurfa ekki að vera jafnt inná leikskólunum. Það er líffræðilegur munur á kynjunum að þessu leiti. Konur sækja frekar í umönnunarstörf og karlar frekar í störf þar sem samkeppni og stöðuhækkanir ráða ríkjum. Svona er þetta bara. Kynjakvóti við ráðningu á störfum er mesta helv. rugl sem ég veit um. Það sem skiptir máli er að hæfustu aðilarnir fái...

Re: Hverrar trúar er ég...?

í Dulspeki fyrir 19 árum, 1 mánuði
Miklar vangaveltur í gangi þar ;) En þakka þér kærlega fyrir, ég held að þetta hafi hjálpað nokkuð
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok