Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Kallisto
Kallisto Notandi síðan fyrir 20 árum, 3 mánuðum 36 ára kvenmaður
332 stig
'The entire Fleet knows that this man tried to stab me through the neck. And you missed! Butterfingers!'

Re: EUROVISION ekki evrovision

í Tilveran fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Metallica er bara kvenmynd orðsins Metal…Iron Maiden er hinsvegar “járnkelling or sum”.

Re: EUROVISION ekki evrovision

í Tilveran fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Nei í raun ekki, þar sem að nafnið á hvoru máli fyrir sig er dregið af fornu pyntingartæki sem var þröngur skápur (með prjónum og nöglum ofl. inní) sem var að utan í kvenlíki. Þessvegna er Iron Maiden bara það sem bretar & Bandaríkjamenn kölluðu pyntingartækið, á meðað að Íslendingar kölluðu það Járnfrú. Síðan kom hljómsveitin hundruðum ára seinna og þá finnst mér þýðingin fullkomlega skiljanleg. Málið er að þetta er í raun ekki þýðing…það er eins og að segja að Tölva sé léleg þýðing af Computer.

Re: hvaða lag...?

í Tilveran fyrir 18 árum, 9 mánuðum
heitirðu Desmond útaf Lost? (bara forvitni)

Re: Elephant

í Tilveran fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Þetta var náttúrulega blákaldur raunveruleikinn, og fólk sem tekur lífinu ekki of alvarlega getur fundist atriði sem þessi fyndin…á svona ‘veit ekki hvort ég eigi að hlæja eða gráta’ -hátt. Ég sé allavega bara svartan húmor í þessu og ég skil hvað þú meinar með fyndni á þann veginn.

Re: Elephant

í Tilveran fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Þessi mynd er ‘lík dæminu’ sem gerðist í Columbine, því hún er byggð á þeim atburðum…skotárásin í Columbine var kveikjan að þessari mynd.

Re: Kynin

í Tilveran fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Gengur ekki upp. Það verður að vera leg sérsniðið til að halda lífi í og þroska mennskt fóstur :) ágætis hugmynd samt…bara dálítið creepy

Re: Múmínsnáðarnir

í Tilveran fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Jaaaaá! Sem skildi hana eftir í umsjá múmínmömmu?

Re: Kynin

í Tilveran fyrir 18 árum, 9 mánuðum
hehehe, ég styð það líka

Re: Kynin

í Tilveran fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Konur geta byggt upp starfsemi frá grunni. Ég var líka að tala um konur í heimstyrjöldinni…á heimsvísu. Það voru fleiri atvinnuvegir í gangi á þeim tíma en kornrækt…þú ert ekki alveg nógu vel að þér.

Re: Kynin

í Tilveran fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Satt…en þá er eggið frjóvgað á stofu…í glasi…en síðan komið fyrir í legi. Börnin vaxa ekki í eitthverjum sci-fi tönkum :)

Re: Kynin

í Tilveran fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Ég var orðin svo pirruð af þessari grein að ég var komin í vont skap…svarið þitt bjargaði deginum mínum að vissu leiti :) frábært að heyra í strák sem sér þetta á hlutlausan og sanngjarnan hátt, eins og þetta er í raun.

Re: Kynin

í Tilveran fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Það er alveg satt…ég var líka að segja að það væri rugl að annað kynið væri þarfara/óþarfara en hitt… ég vildi bara benda á að þörf er á legi…það er ekki nóg að pota sæði inní egg og bíða svo og horfa á barnið þroskast bara á eldhúsborðinu heima :)

Re: Kynin

í Tilveran fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Ef þið sterku frábæru og fullkomnu karlmenn, sem haldið uppi öllu lífi og efnahag á Íslandi, munduð hætta að fara á sjó og fiskveiðar mundu leggjast af á Íslandi…þá væri konurnar komnar útá sjóinn. Þannig var þetta í heimstyrjöldinni. Konunum var bannað að fara útá vinnumarkaðinn, síðan fóru karlmennirnir í stríð og þær tóku við þeirra störfum og sinntu með prýði…eftir stríðið var þeim hent aftur í eldhúsin. Ég er ekki að segja að kynin séu ekki með sérhæfða kynbundna eiginleika, konur eru...

Re: Kynin

í Tilveran fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Ekki að ég styðji það að við kvenfólk séum betri á einhvern hátt…en það þarf líka leg fyrir fóstrið að þroskast í…þessvegna er sagt að við þurfum bara sæðið :s

Re: Kynin

í Tilveran fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Ég ætlaði að kommenta að kærastan þín væri fífl að segja að þið karlmenn væruð óþarfir… …síðan las ég áfram og sá að þið eigið hvort annað fyllilega skilið.

Re: Múmínsnáðarnir

í Tilveran fyrir 18 árum, 9 mánuðum
sjeiser ég líka…mig dreymdi margar martraðir um hann og hattífattana

Re: Múmínsnáðarnir

í Tilveran fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Snorkurinn var líka klári bróðir snorkstelpunnar… Síðan var fílifjonkan sem var nágranni múmínfjölskyldunnar… þessi háa mjóa í rauða kjólnum…sem átti 3 börn. En hver var Mímla? :s

Re: Enskuglósur 9 ára drengs

í Tilveran fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Þetta segir meira um þig en hann :)

Re: Enskuglósur 9 ára drengs

í Tilveran fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Já en þar sem að 9 ára barn er ekki með verra minni en 12 ára barn, þá er jafn erfitt að átta sig á stafsetningunni á hvaða aldri sem er. Drengurinn er byrjandi, það er það sem skiptir máli, ekki aldurinn.

Re: Enskuglósur 9 ára drengs

í Tilveran fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Það er einmitt léttara að vera að læra ensku 9 ára en seinna á lífsleiðinni…en það er alveg satt að strákurinn stendur sig ágætlega ef hann er nýbyrjaður.

Re: steven seagal

í Tilveran fyrir 18 árum, 9 mánuðum
ég elska að lesa það sem þú skrifar um Seagal…ég hef tekið eftir því áður að þér tekst alltaf að bæta úr deginum mínum :'D

Re: Enskuglósur 9 ára drengs

í Tilveran fyrir 18 árum, 9 mánuðum
:) ææii….ég man eftir því að bekkjarsystir mín ‘féll’ á enskuprófi í 7. bekk því hún átti að skrifa *stelpa* á ensku og skrifaði: görl með góðu ö-i :D

Re: Ætti ég að vera svalur eins og 50 Cent og fá mér bling í eyrað?

í Tíska & útlit fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Ég er stelpa, hvorki með minnimáttarkennd né hommafóbíu. Mér finnst ‘bling’ vera eitt mesta turn-off ever. Það er þarna alveg á toppnum með vondri lykt, bleikum polobolum og dökkappelsínugulri húð.

Re: Gréta mar

í Tilveran fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Ég er líka stelpa, gagnkynhneigð…en það breytir ekki almennri merkingu orðsins kynþokki. Ekkert mál samt að þú sért ekki klár á þessu, ekki misskilja mig :) Þú veist þá allavega núna að það er stór munur.

Re: Gréta mar

í Tilveran fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Ég veit! Það er það sem mér finnst weird…hún er 16 ára. Og það er ekki eins og hún sé fræg fyrir eitthvað annað en glennulegar myndir á blog.central síðum :s
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok