Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Kallisto
Kallisto Notandi síðan fyrir 20 árum, 3 mánuðum 36 ára kvenmaður
332 stig
'The entire Fleet knows that this man tried to stab me through the neck. And you missed! Butterfingers!'

Re: Rome

í Spenna / Drama fyrir 18 árum, 8 mánuðum
…ok. Þegar að sjónvarpsefni og kvikmyndir eru annars vegar þá hef ég ekkert á móti slatta af ofbeldi og kynlífi…hef reyndar ekkert á móti kynlífi utan imbans heldur…en það er annað mál. Rome er allavega nákvæmlega þátturinn fyrir mig :) En ég skil það alveg ef þú ert svolítið í yngri kantinum að þú viljir minnka kynlífið aðeins…það er ekkert verið að fela það :D

Re: Spangir. . Teinar. . . BÖGG BÖGG

í Tíska & útlit fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Ég var einmitt hjá Árna…hann reyndar tók styttri tíma í þetta en hann ætlaði í byrjun og tennurnar á mér komu stórkostlega út…þannig að ég hef ekki yfir neinu að kvarta persónulega :)

Re: Rome

í Spenna / Drama fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Hvenær varð temmilegt magn ofbeldis og kynlífs í afþreyingarefni slæmur hlutur…? :D

Re: Matarsódi

í Tíska & útlit fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Þú eyðir glerungnum enn frekar með því að bursta alltaf strax á eftir. Sýran úr kókinu liggur þá á tönnunum og þú nuddar henni í glerunginn með burstanum. Drekktu næst vatnsglas áður en þú burstar og leyfðu sýrustiginu í munninum að jafna sig áður en þú ferð að skrúbba.

Re: Ódýrast í ljós?

í Tíska & útlit fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Svona er að drekka sveppate og fara síðan á netið…

Re: Spangir. . Teinar. . . BÖGG BÖGG

í Tíska & útlit fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Ég var fyrst með spangir í neðri gómi til að rétta bitið hjá mér þegar ég var 10-11 ára…síðan fór ég aftur beint eftir fermingu í allsherjar lögun á tönnum sem lauk um jólin þegar ég var í 10. bekk. Ég brosti hringinn þegar ég losnaði við spangirnar og hef brosað síðan :) Ég er á 2. ári btw og tennurnar haldast alveg beinar þar sem að ég er bara með stoðboga innan á. Forvitni: Hjá hvaða tannréttara ertu? Þeir eru bara ca. 10 á landinu þannig að…

Re: The Shawshank Redemption

í Kvikmyndir fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Indeed. Hún er í raun í toppsætinu hjá mér, ekki vegna þess að öllum finnst hún frábær yaddyaddyaddy…heldur vegna þess að ég hef aldrei fundið mynd sem er jafn vel gerð í alla staði. Hún er með áhugaverðan söguþráð, vel skrifuð, vel leikin, vel leikstýrð, tónlistin og útlitið er fullkomið og sagan virkilega falleg, en um leið raunsæ og höfðar til allra…. …mér bara líður hreint út sagt VEL við að horfa á hana og alltaf í nokkurn tíma eftir á. Þessvegna er þessi mynd snilld…hún er meira en...

Re: Lög úr bíómyndum

í Hugi fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Eins og sagt var að ofan: www.imdb.com …þar finnurðu myndina sem þig vantar að finna tónlist úr. Þegar þú ert komin(n) inn á síðu myndarinnar þá finnurðu “Soundtrack Listing” undir “fun stuff” til vinstri á síðunni.

Re: Hive.

í Hugi fyrir 18 árum, 8 mánuðum
alveg sjálfsagt :)

Re: Hive.

í Hugi fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Ábyggilega ekkert bilað…prófaðu að slökkva á roudernum í ca. 5 min og kveikja aftur og tjekka hvort það er skárra (ég er ekkert að rugla í þér, þetta vill oft virka)…ef ekkert gengur, bjallaðu þá í 414 1616 á morgun…og tjekkaðu í leiðinni hvort þú eigir ekki möguleika á 8mb tengingu á sama verði… …annars er ég nokkuð pósitív að þetta sé bara þessi blessaði sæstrengur eina ferðina enn fyrst að öll fyrirtækin eru búin að vera í smávanda.

Re: Hive.

í Hugi fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Það er weird þar sem að Hive Lite er 8mb tenging með 4 GB downloadi og HiveMax er 12mb tenging með ótakmörkuðu downloadi… kannski er bara ekki búið að leggja tengingar fyrir Hive í Hafnarfirði…þá nota þeir bara Símatengingar og bjóða upp á sérstakar Síminn-Hive samvinnutengingar með 4 mb hraða… en ég var samt alveg viss um að það ætti ekki við um Hafnarfjörð :s Ég mundi prófa að hringja í 414 1616 og tjekka hvort þú eigir ekki möguleika á helmingi hraðari tengingu á verðinu sem þú ert að...

Re: Video

í Hugi fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Ég get ekkert hjálpað þér…ég vildi bara lýsa yfir aðdáun minni á notendanafninu þínu :)

Re: Hive.

í Hugi fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Sem og allar aðrar þráðlausar tengingar :(

Re: Hive.

í Hugi fyrir 18 árum, 8 mánuðum
1. Þú ert ekki með 4 mb tengingu ef þú býrð í Reykjavík eða nágrenni…það passar hinsvegar ef þú býrð einhverja tugi kílómetra frá Reykjavík. 2. Þá nær tenging Hive því miður sjaldan þeim hraða sem þeir auglýsa :s Þeir kynna pakkana sína sem: allt að þetta og þetta mikill hraði…og ekki að ástæðulausu. 3. Sæstrengurinn sem öll fjarskiptafyrirtæki landsins virðast deila á milli sín er undir miklu álagi. Það er m.a. vegna tilkomu Hive og miklar aukningar á erlendu niðurhali fólks í kjölfarið...

Re: Mont

í Tilveran fyrir 18 árum, 8 mánuðum
ég skil…og það getur vel verið :) En mér finnst það ekki nógu sjálfsagt til að kaldhæðni virki á það

Re: Bleikt á strákum

í Tíska & útlit fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Það virðist meginþorranum hér finnast strákar í bleiku flottir þannig að það hljómar varla eins og liturinn sé misskilinn :) Annars snýst þetta bara um smekk. Mér finnst bleikt ekki fara strákum þar sem að ég tengi það ósjálfrátt við það sem kallaðir eru ‘hnakkar’ í daglegu tali. Ég tengi bleikt við demanta ‘bling’ í eyrum, ofurbrúnku og of-litað hár. Strákar mega alveg vera svona, og hnakkar eru ekkert verra fólk en annað. En spurningin var hvað fólki findist um þetta útlitslega séð (eða ég...

Re: Mont

í Tilveran fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Þetta hljómar ekki eins og Kaldhæðni, þar sem að viðkomandi sagði: “Justin er hérna við hliðina á mér og…” ég veit vel að Timberlake var ekki við hliðina á gaurnum, en ég sé heldur ekki kaldhæðni nokkurs staðar í þessu.

Re: Bleikt á strákum

í Tíska & útlit fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Þetta var ekki spurning um “Mega strákar ganga í bleiku?” heldur “Er það flott?” … mér finnst að strákar megi alveg ganga í bleiku, en mér finnst það ekki flott.

Re: Slitnir hælar?

í Tíska & útlit fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Hehehe heyr heyr… …ég hef bara svo oft fengið skóna mína endurbætta af þeim blessuðum að ég dái þessa stétt :D En jámm…vor ekki oss :)

Re: Bleikt á strákum

í Tíska & útlit fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Strákar mega alveg vera í bleikum bolum/skyrtum…ég grýti þá ekkert fyrir það… …en mér finnst það mjööööög ljótt og sama hversu myndarlegur og flottur kauði er að öðru leiti, þá fær viðkomandi mig til að missa tímabundið alla mína trú á ´karlmennskuna og að hún sé yfir höfuð við lýði í dag… …en síðan sé ég kynþokkafyllsta karlmann í geimi labba eftir ganginum í skólanum hjá mér, og ég sannfærist aftur :D

Re: Slitnir hælar?

í Tíska & útlit fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Bara skósmiður er málið…ég er fastagestur með stígvélin mín þar :s þau eru spreyuð í öðrum lit en þau voru upphaflega auk þess að vera ca. 30 ára gömul…svo nota ég þau dags daglega. Þannig að ég get sagt þér það að skósmiðir geta gert nánast allt :)

Re: Mont

í Tilveran fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Justin Timberlake = söng ‘cry me a river’…ég veit ekki hvers vegna þetta á að þykja svona sjálfsögð vitneskja en…:s

Re: hvernig..

í Tilveran fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Ég hata það nýja og það glænýja…það hefði bara átt að haldast eins og það var fyrir tæpu ári síðan :s

Re: hvað er fólk með í spilaranum

í Tilveran fyrir 18 árum, 8 mánuðum
úú nammi

Re: hvað er fólk með í spilaranum

í Tilveran fyrir 18 árum, 8 mánuðum
+ Can't Hardly Wait með Juliette & The Licks + Money með Pink Floyd + Desire með GusGus
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok