Þó mér líki ekki alltaf sérstaklega vel við þessar amerísku vélar þá finnst mér A-10 Warthog vera flottasta vélin þeirra, svo gaman að fljúga henni og sprengja byggingar og bíla Lock On, og það sem kemur mér á óvart í leiknum er að hún er svo einföld í notkun. Bætt við 12. janúar 2007 - 14:45 "bíla í Lock On"
Ég held að við séum að rugla hvor annan, ég meina að Ítalía hafi fengið hluta af landsvæði konungsríkisins (Keisaradæmisins… datt útúr hausnum á mér), en ekki af Austurríki sjálfu :)
Ég er ekki viss, en ég man bara eftir að hafa skoðað kort af Ítalíu fyrir og eftir fyrra stríð og þar átti Austurríki-Ungverjaland smá landspildu sem í dag tilheyrir Ítalíu. Sést ágætlega á þessari mynd… http://www.hugi.is/saga/images.php?page=view&contentId=4132999 … og á þessu korti. http://en.wikipedia.org/wiki/Image:Location-Austria-Hungary-02.png Ef þú þekkir fyrrum og núverandi landamæri landanna þá sérðu hvað ég er að tala um.
Ég var bara að pæla, því að sl. haust fór ég einn túr með varðskipinu Ægir og ég furðaði mig á því hvað skipverjar reyktu mikið. Ég hugsaði af hverju ætli það sé eiginlega. Eru þeir svona órólegir að þeir þurfa eitthvað afslappandi til að brjálast ekki úti á sjó? En þetta var bara pæling í mér.
Come and See (Rússn. Idi i smotri). Já eins og einhver sagði hér fyrr, þá sá ég þessa mynd á KvikMA sýningu. Nánar um myndina: Myndin er frá Sovétríkjunum og var gerð árið 1985 ca. Aðalleikarinn fullyrti það að í sumum atriðunum voru notaðar alvöru byssukúlur sem stundum flugu aðeins 10 sentímetra fyrir ofan höfuð hans, sem sést vel “kýr atriðinu”. Bætt við 5. janúar 2007 - 18:53 Og hún gerist í Seinni Heimstyrjöldinni árið 1943 í hertekna hluta Hvíta-Rússlands. Myndin er aðallega á...
Jú nákvæmlega, þetta er alveg rétt hjá þér :) Bætt við 3. janúar 2007 - 13:46 En það er líka borið fram mjög svipað og K, samanber nafnið á borginni Kharkov í Úkraínu, en upphafsstafurinn er skrifaður með þessu x-i á kyrillísku.
*VÁÁÁÍÍ* Ég hyggi að þú meinar flottar ;) Frændi minn fór til St. Pétursborgar í Október minnir mig með Garðari Thor Cortez að syngja í óperu með einhverju fleira fólki, ég dauðöfundaði hann.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..