Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Kagemusha
Kagemusha Notandi frá fornöld 54 ára karlmaður
214 stig

Re: Alvöru lýðveldi

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Þrælar í Aþenu voru mun fleiri en frjálsir íbúar. Það segir sig sjálft að hinir frjálsu þurftu almennt ekki að vinna frekar en þeir þurftu, kannski ekki hver einasti, en mjög stór hluti. Þess vegna gekk beint lýðræði upp hjá þeim, því þeir höfðu nægan tíma til að rökræða sín á milli og taka þátt í öðrum stjórnmálastörfum.

Re: Alvöru lýðveldi

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 5 mánuðum
“Hvaða vitleysa! Aþenubúar þurftu víst að vinna, Plató, Sókrates og fleiri frægir voru t.d. kennarar. ” Snillingur ertu! Þeir kenndu af því þá langaði til þess! Ekki af því þeir þurftu þess. Þrælar unnu öll störf sem þurfti að vinna.

Re: Hjálp! Einelti eða bara normal blokkarlíf?

í Deiglan fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Fyrir utan dónaskapinn sé ég ekki að þú hafir undan neinu að kvarta. Enginn neyddi þig til að koma með hund inn í fjöleignarhús þar sem þú ferð að hluta á svig við þær reglur sem gilda. Svo ertu með hússjóðinn mörgum mánuðum á eftir, skrýtið að það lendi í innheimtu. Ég hef þurft að standa í stappi við fólk sem stendur ekki skil á sínu, það eina sem það á alltaf nóg af er afsakanir.

Re: Alvöru lýðveldi

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Beint lýðræði gekk eingöngu upp hjá Aþeningum af þeirri einföldu ástæðu að þeir þurftu ekki að vinna. Þeir höfðu ekkert betra að gera en að ræða landsins gagn og nauðsynjar allan daginn. Í dag höfum við okkar útgáfu af beinu lýðræði sem er mjög góð, þ.e. að við kjósum okkur einn fulltrúa sem úrskurðar hvaða mál þjóðin þarf að kjósa um og hver ekki.

Re: Upphafið að endalokunum.

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Kjaftæði Laufa. Það var síðari ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar sem skapaði skilyrðin fyrir því ásamt verkalýðshreyfingunni með því að ná tökum á verðbólgunni. Davíð (og þjóðin) hefur svo notið ávaxtanna.

Re: Upphafið að endalokunum.

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Glætan að ég nenni að lesa þetta. Greinaskil!!!

Re: Seinfeld

í Gamanþættir fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Umm… ég minntist nú ekki á Curb your enthusiasm því maður fer bara hjá sér. Þetta eru ömurlegustu þættir sem reyna að vera fyndnir sem sést hafa líklega bara nokkurntíma. Þeir eru ekki fyndnir, bara ekki!

Re: Seinfeld

í Gamanþættir fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Merkilegt þetta með Seinfeld. Þetta eru ekki leiðinlegir þættir, þeir eru nokkuð skondnir á köflum og maður hlær stundum svona he-he-he hlátri. “Sitjúasjónirnar” sem upp koma eru aðallega af tveim tegundum: 1) Óbilgirni sem leiðir sögupersónur út í ógöngur, þá eru aðallega Costanza eða Cramer gerendur; 2) Hvítar eða gráar lygar sem ætlað er að forða frá óþægilegum uppákomum leiða sögupersónur í ógöngur, þá eru aðallega Seinfeld eða Elaine gerendur. Þetta er næsta tæmandi lýsing á þáttunum....

Re: Er stjórnarskráin lögfræðinga að túlka?

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Mörgu er hægt að vera sammála hér. Það sem aftur á móti virðist vera aðalatriðið í þessari grein, niðurlagið, er því miður algjört bull, td. þetta: “Ástæðan er sú að stjórnskipunarlögin eru að miklu leiti byggð á venju og sátt kosinna ráðamanna” osfrv. Að svo miklu leyti sem þetta er satt, lýsir það eingöngu valdaþjófnaði þeirra sem stjórna landinu. Það er ekki þeirra að gera neins konar samkomulag um stjórnskipunina sem ekki samrýmist skrifuðum lögum. Ég vek líka athygli á því að...

Re: Barbabrelluríkisstjórnin.

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Nei, þetta snýst um það að þjóðin heldur um nefið meðan forsætisráðherrann skeinir sig á stjórnarskránni.

Re: Barbabrelluríkisstjórnin.

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Vel mælt. Nema hvað þessi brandari er eiginlega ekki fyndinn lengur :(

Re: Davíð velkominn í kjöltu Bush

í Deiglan fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Ég skil hvað þú ert að fara, en það er bara ekki hægt að aðskilja þetta. Ef þú fagnar því að einhver hefji stríð, þá ertu að fagna afleiðingum þess í heild.

Re: Davíð velkominn í kjöltu Bush

í Deiglan fyrir 20 árum, 6 mánuðum
“HVAÐ MYRTI SADDAM MARGT SAKLAUST FÓLK Á ÁRI?” Svaraðu þessari spurningu sjálfur. Ég er nokkuð viss um að það var miklu minna en 10.000 árið 2002 td. Auk þess dugir ekki að skella skuldinni á einhverja hryðjuverkamenn. Bush & co bera ábyrgð á ÖLLUM afleiðingum stríðsins, það er gjaldið sem fellur á þá sem hefja stríð.

Re: Davíð velkominn í kjöltu Bush

í Deiglan fyrir 20 árum, 6 mánuðum
armdlwf: “Heldurðu að Davíð okkar Oddson sé virkilega að fagna því að fjöldamorð séu framin?” Hann ER að því! Það er ekki bæði hægt að éta kökuna og geyma hana. Ef þú fagnar innrásinni í Írak þá ertu að fagna öllum þeim pakka sem hún hafði í för með sér.

Re: Davíð velkominn í kjöltu Bush

í Deiglan fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Bizzleburp: Hitler eignaðist marga vini og bandamenn sem hugsuðu á sama hátt og þú.

Re: Davíð velkominn í kjöltu Bush

í Deiglan fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Nei einmitt. Davíð var ekkert að fagna því, bara þegar BNA menn fremja fjöldamorð, þá er ástæða til að fagna.

Re: Davíð velkominn í kjöltu Bush

í Deiglan fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Hjartnæmt! Klöppum fyrir fjöldamorðingjanum.

Re: Ótrúlega góðar karteflur!!!!

í Matargerð fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Maður skrifar ekki “karteflur”: það er “karpullur”. :D

Re: Engin samstaða um ríkisstjórnina !

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Jæja nú eru þeir búnir að afturkalla þetta. Dæmalausir aumingjar…

Re: Glæpur og refsing?

í Deiglan fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Til hvers? Aþþíbara???

Re: Glæpur og refsing?

í Deiglan fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Hefurðu hugsað út í eitt? Hvað ef fórnarlömb kynferðisglæpamanna í dag leiðast út í það síðar, vegna reynslu sinnar, að misnota börn? Vildirðu td. setja fórnarlömb þessa manns í langt fangelsi vegna þess að þau eru brengluð eftir hann?

Re: Engin samstaða um ríkisstjórnina !

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 6 mánuðum
“Það munaði já 20% á kosningaþáttöku 1988 og nú. Það verður að teljast töluvert enda hafa Íslendingar verið nokkuð góðir í því að mæta á kjörstað og styðja sitt ”lið“. ” Nei það er rangt. Munurinn var um 10%.

Re: Engin samstaða um ríkisstjórnina !

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Það er ekki rétt hjá þér að 50% greiddra atkvæða þurfi til að mynda ríkisstjórn, það þarf einungis 50% gildra atkvæða. Þau atkvæði sem ÓRG fékk hefðu nægt til þess. Kosningaþáttaka var mjög svipuð því sem var 1988 - þ.e. um 20% lægri en (alvöru-) kosningarnar þar á undan. Hins vegar var alveg nýtt núna að sjálfstæðisflokkurinn og morgunblaðið hvettu fólk til að sýna andstöðu sína við synjun forsetans með því að skila auðu. Aðeins 20% urðu við því, sem er ekki þriðjungur af atkvæðunum sem...

Re: Engin samstaða um ríkisstjórnina !

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 7 mánuðum
“Það var auðvitað talsverður áhugi á að finna raunverulegt mótframboð gegn Ólafi en þess í stað var ákveðið að halda í venjuna um að forseti sem einu sinni hefur verið kjörinn skuli fá að sitja eins lengi og hann vill sjálfur. ” Hvað áttu við með þessu? Hjá hverjum var þessi áhugi og hver ákvað að halda bæri í þessa meintu venju?

Re: Engin samstaða um ríkisstjórnina !

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Það rifjast nú upp fyrir mér ummæli Halldórs Á. á alþingi nýlega þar sem verið var að ræða íraksmálið. Hann sagði að ríkisstjórnin hefði farið í gegnum kosningar eftir það mál og fengið þá umboð þjóðarinnar fyrir að styðja það. En það gengur ekki upp eftir þessari nýju kosningatúlkun sem Halldór hefur sjálfur haft uppi. Ekki nema 45% kjósenda studdu ríkisstjórnina í þeim kosningum, svo ljóst er að íraksstríðinu var þar með hafnað af almenningi.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok