Ég hringdi áðan í Þjónustusíma Aco Tæknivals. Svaraði mér þá maður sem var mjög tilbúinn að hjálpa mér. Þetta var vandamál með hljóðkortið sem hafði komið upp áður. Þá hafði ég lagt tölvuna inn á verkstæðið og það var lagað, lítið mál eða hvað? En núna þá ákvað ég að spara tíma og hringdi beint í þjónustusímann. 99,9 krónur á mínútuna virtust bara nokkuð góð kjör miðað við 7000 krónur fyrir klukkutímann á verkstæðinu. Þessi maður leiðbeindi mér í gegnum ýmsar stillingar, hann lét mig skoða...