Æjj, þetta er allt eitthvað svo flókið en samt ekki. Ætla að skipta þessu í tvo hluta, íbúðirnar hennar mömmu og húsið hans pabba, byrjum samt á sameiginlega húsina. Hlyngerði Ég bjó í hlyngerðinu í rúm 6 ár. Eða frá því að ég fæddist og þangað til að foreldrar mínir skildu. Þetta var virkilega stórt hús, enda bjuggum við mörg þarna. Vorum sjö þegar við vorum flest. Á efri hæðinni var stofa, eldhús, svona matarbúr, hjónaherbergi og tvö barnaherbergi, ég og yngsti bróðir minn áttum þessi tvö...