Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

KaJa2
KaJa2 Notandi síðan fyrir 20 árum, 9 mánuðum 43 ára kvenmaður
6 stig
kv. KaJa2

Re: góður og auðveltur kartöfluréttur

í Matargerð fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Hey við erum ekki í neinu stafsetningarprófi. Sumir eru bara ekki góðir í stafsetningu og aðrir lesblindir (hefurðu heyrt um það?) Síðan eru líka innsláttarvillur. Manneskjan var að reyna að koma á framfæri uppskrift við okkur hin sem er frábært.Er það ekki allt í lagi ef maður skilur hvað er verið að skrifa? ….. eða skildirðu ekki hvað var verið að meina? Annars þakka ég white kærlega fyrir uppskriftina sem ég ætla að prófa bráðum. Heldurðu að það sé ekki gott að smá “franska kartöflukrydd” með?

Re: Óáfengir kokteilar

í Matargerð fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Úff, fæ alveg hroll af því að hugsa um sítrónusafa og rjóma í sama glasinu… En velvakandi er eitthvað fyrir mig! Danke.

Re: Viðvörun til kvenna á leið í barneignarleyfi.

í Deiglan fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Þetta er nú alveg furðulegt þetta kerfi hérna. Ef maður ætlar að hafa eitthvað uppúr því þá verður maður að gramsa eftir því sjálfur og lesa allar reglurgerðir því starfsfólkið þarna veit oft ekki um hvað það er að tala! En þetta með námslánin hjá kallinum þínum þá held ég að þetta hefði ekki verið svona í gamla kerfinu þar sem tekið var mið af samanlögðum tekjum maka en þá um leið missi maður “sjálfstæði” sitt í fjármálum. Það eru auðvitað kostir og gallar við bæði :( Það er nú líka annað...

Re: Hægribeygja á rauðu ljósi

í Deiglan fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Humm… er þetta ekki aðalega gert til að losa um og koma í veg fyrir umferðarhnúta? Það er varla hægt að tala um umferðarhnúta hérna á landi miðað við það sem gerist erlendis. Hefur einhver einhverntíma lent í því hér á landi að sitja fastur í bíl í ca. klukkutíma í steikjandi hita? Mér finnst við vera orðin dáldið brött ef við getum ekki beðið í 2 mín á ljósum. Ég er á móti þessu frumvarpi ef þetta eykur hættu gangandi og hjólandi vegfarenda. Annars er mér nokk sama. Það er hins vegar annað...

Re: Hitamálið

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Ég veit ekki hvort er verra; að geta aldrei sagt hreint út skoðun sína á máli eða að fylgja alltaf eftir og vera sammála “stóra bróður”?

Re: Hvað er kapítalismi eiginlega?

í Deiglan fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Góð grein sem vekur mann til umhugsunar og varpar nýju ljósi (allavegana hjá mér) á þessa umræðu sem er í gangi núna.

Re: Englar Alheimsins - Umfjöllun

í Bækur fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Það að setja fram spurningar í byrjun er bara stíll. Stundum passar hann og stundum ekki. Mér finnst hann kannski ekki alveg eiga við hérna þar sem þú ert ekki að setja fram neina alvöru spurningu sem nær t.d. yfir um skilning þinn á því sem höfundurinn er að reyna að koma til skila. Góð spurning væri t.d. Táknmynd hvers er Páll, aðalpersóna bókarinnar? Eða eitthvað svoleiðis. Ég skrifaði nú laaaaanga ritgerð (18 bls) á sínum tíma um The Catcher in the Rye og ég hóf hvern kafla á spurningu...

Re: 10 leiðir til að matreiða núðlur

í Matargerð fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Jamm, núðlur á 15 kr en hvað kostar kílóið af kattarkjöti þessa dagana???

Re: sumarið 2004

í Tíska & útlit fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Alveg hjartanlega sammála þér :) Vonum bara að þetta komi ekki til landsins!

Re: sumarið 2004

í Tíska & útlit fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Já, en kæri Jeffers. Það er auðvitað bullandi samkeppni milli þessara búða (allavegana á yfirborðinu) og það er kappsmál hjá hverri búð að vera fyrst með nýja strauma í tískunni. Þannig ná þær samkeppnisforskoti, þetta byggist allt á kjarnahæfileikum (að skynja hvað verður næsta hitt)og þannig ná þær meiri hagnaði. Hvað veit ég annars, ég er nú bara í viðskiptafræði :( Ég hef ekki séð þessar buxur ennþá en sá hins vegar HEILANN VEGG í Vero Moda af víðum og ROSALEGA víðum buxum. Mér sýnist...

Re: pasta

í Matargerð fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Skil ekki hvað er að ykkur krakkagemmlingum að þurfa alltaf að vera að troða ykkur inn og segja “ykkar álit” á því sem þið hafið engann áhuga á og vitið ekkert um! Manneskjan er búin að leggja mikið á sig við að skrifa þetta og bara mjög flott. Mér finnst þetta frábær grein og það kom margt fram sem er gaman að vita. Endilega skrifaðu meira ef þú ert með eitthvað fleira í pokahorninu, það er svo sjaldan sem maður les almennilega pistla um mat.

Re: sumarið 2004

í Tíska & útlit fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Jæjja þú segir nokkuð og ég sem var að enda við að fjárfest í dáldið útvíðum gallabuxum. Það er samt skrítið að þú segir þetta af því að allar búðir eru troðfullar af útvíðum, snjáðum og “röndóttum” gallabuxum!!! Þessar búðir eru greinilega ekki að fylgjast með tískunni! Ég nefni sem dæmi Vero Moda og Zöru.

Re: Ég styð þig Björn Bjarna

í Deiglan fyrir 20 árum, 7 mánuðum
ghost69. Það að eiginmaður eða kærasti/unnusti neyði konuna til samfara kallast líka nauðgun og er ekkert minna hrottafenginn en þegar fólkið þekkist lítið sem ekkert. Þetta er meira að segja algengt!!!!!!!

Re: Ég styð þig Björn Bjarna

í Deiglan fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Heyr, heyr!!!

Re: Ég styð þig Björn Bjarna

í Deiglan fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Eitt í viðbót. Þó að það sé atvinnuleysi þá þýðir það ekki að það sé enga vinnu að fá, kíktu í moggann. Fólk er bara svo kröfuhart að það vill frekar vera á atvinnuleysisbótum einn mánuð í viðbót og bíða eftir góðu starfi frekar en að fara í hvaða starf sem er, sem mér finnst bara mjög skiljanlegt. spurning um að kynna sér smá þjóðhagfræði, eða bara lífið fyrir utan hellinn þinn, áður en þú opnar túllann?

Re: Ég styð þig Björn Bjarna

í Deiglan fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Hvað segirðu? Bara 6000? Til að halda hagkerfinu “heilbrigðu” þá verður að vera 2-3% atvinnuleysi. Kynntu þér málið. Spurning um að fólkið skelli sér bara í kennó, þar sem kynjahlutfallið er 90/10.. humm… wonder why??? Nei, mér finnst það ekki bæta siðferðistvitund þjóðarinnar að lesa nákvæmar lýsingar á þessum viðbjóð í kvöldfréttunum enda var ég ekki að leggja það til! Og auðvitað á fólk að komast áfram á eigin verðleikum. Þessi lög voru sett á í þeim til gangi að brjóta upp hefðina fyrir...

Re: Ég styð þig Björn Bjarna

í Deiglan fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Það vill nú þannig til að það eru karlar sem nauðga og misnota konur og börn kynferðislega. Auðvitað gerist það líka að konur komi þar við. Þetta eru bara staðreyndir um þjóðfélagði sem við búum í. Það að talið sé að fimmti hver karlmaður sé kynferðisafbrotamaður er bara töluleg staðreynd, ekki persónuleg árás á þig! Frekar en að vera að pirrast útaf þessu þá ættum við að reyna að sporna við kynferðislegu ofbeldi og auka siðferðisvitundina í þjóðfélaginu. Annað að þú segir að konur fari að...

Re: Hvað annað en Canon?

í Ljósmyndun fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Ég er auðvitað ekkert viss um að þetta hafi verið þýfi en mér var bent á um daginn að spyrja um handbókin (hvort að hún fylgdi) þá vissi hún ekkert um hana þannig að ég ákvað að bakka útúr þessu. Síðan var verðið eitthvað í lægri kanntinum, þetta var samt bara body án linsunnar + eitthvað dót. Ég þekki þessa manneskju ekki neitt heldur er þetta einhver kunningi vinnufélaga míns. Ég var ekkert að láta lögguna vita enda vissi ég ekki neitt fyrir víst að þetta væri þýfi og ég er búin að læra að...

Re: Hvað annað en Canon?

í Ljósmyndun fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Ég var auðvitað að meina notaða vél. Er ekkert sem kemst í líkingu við Canon? Ég er alveg til í að slá aðeins af kröfunum þar sem ég gæti örugglega ekki nýtt mér helminginn af þessum möguleikum sem í boði eru. Neita að kaupa p&s. <br><br>kv. KaJa2

Re: Eru strætóbílstjórar að verða bandbrjálaðir?

í Deiglan fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Ég var alltaf skíthrædd í strætó þegar ég var bíllaus (ein af ástæðunum fyrir þvi að ég dreif í að kaupa næsta) og kannski sérstaklega af því að ég var alltaf í 115 (hraðferð) og hann var alltaf of seinn! Greyið maðurinn var að rembast eins og rjúpan við staurinn að halda tímaáætlun, sem gekk auðvitað ekki neitt. En ástæðan fyrir því að þeir komast upp með að keyra um eins og brjálæðingar og sýna enga þjónustulund er sú að þeir búa ekki við neina samkeppni!!! Litla landið okkar er of lítið...

Re: Hátíðargjald

í Deiglan fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Það myndi aldrei ganga til fulls að aðskilja ríki og kirkju (því miður) af því að þá ættu þessir frídagar að falla niður sjálfkrafa. Eða þá að gera menn skylduga til að skrá sig í hvaða trúfélagi þeir væru til að fá frí þá hátíðisdaga sem tilheyra þeirri trú. Síðan væru þeir sem væru trúlausir bara látnir vinna alltaf??? Eruð þið að segja mér það að þið sem eruð “ekki trúuð” haldið ekki uppá jólin í “jólaanda”? Ekki reyna að segja mér að þið borðið bara góðan mat og pælið ekkert í...

Re: Hjálp !!

í Ljósmyndun fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Maður á alltaf að tékka á feedbackinu (viðskiptasögunni) áður en maður verslar við einhvern á ebay. Það er auðvitað ekki allt satt þar alltaf (margir sem senda á sjálfa sig) en gefur manni þó hugmynd. Held að ebay geri ekkert í þessu fyrir þig, því miður. <br><br>kv. KaJa2

Re: hjááálp!!!

í Kettir fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Og leyfðirðu henni bara að halda áfram að míga??? Ef ég stend köttinn minn að einhverju sem hann má ekki gera þá er ég ekki lengi ýta honum hranalega í burtu og gefa honum skell á hausinn (þetta er ekki vont fyrir þá en þeim finnst þetta andskotanum óþægilegra). Veit að það hljómar grimmt en maður verður að vera harður.<br><br>kv. KaJa2

Re: gangið hægt um gleðinnar dyr

í Djammið fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Þetta hefur mer ekki dottið í hug að hringja í 112 en ég ætla að muna eftir þessu núna. Takk skuggi85

Re: ég veit ekki hvað ég á að gera...! :(

í Kettir fyrir 20 árum, 9 mánuðum
HÆ ég hef lent í svipuðu með gamla köttinn minn. Hann var reyndar orðinn 11 ára. Fórum með hann á spítalann útaf einhverri sýkingu í löppinni en það kom í ljós að hann vara með sykursýki á háu stigi. Nýrun á honum voru á stærð við mandarínur og hann var alveg grindhoraður þótt að það sæist ekki á honum. Hann var greinilega búinn að vera slappur í einhvern tíma án þess að við tækjum eftir því því hann var orðinn gamall og svaf því allan daginn og við tókum ekki eftir neinu. Eftir að þetta...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok