Tilgangur ljóða er orðinn óljós. Þau eru ekkert nema samansuða orða án allrar merkingar, ekkert hefur raunverulegt gildi lengur, þeir sem eitthvað hafa að segja eru grafnir undir syndaflóði fals-ljóða og merkingarluss bulls. Aðeins þeir þrjóskustu endast í því að semja almennileg ljóð og hvað þá að gefa þau út. Ekkert hefur raunveruleg áhrif á mannssálina lengur, mannsálin, hjarta menningarinnar, er daufdumb. Farvel, heimska mannskepna, þú áttir ekki skilið að lifa á þessari plánetu.