Heil og sæl, kæru Hugarar. Ég ákvað að skella inn mínu kvikmynda-yfirliti áratugarins, eftir að ég sá val stjórnenda. Þessi áratugur innihélt svo margar eftirminnilegar myndir að mínu mati. Sökum fjölda mynda útskýri ég myndirnar er ég valdi mis ýtarlega. Ég ætla að byrja á langbestu mynd áratugarins, að mínu mati. Lost In Translation (2003) Önnur mynd og meistaraverk Sofiu Coppola fjallar um Bob Harris (Bill Murray) og Charlotte (Scarlett Johansson), tvær týndar sálir er tengjast vinaböndum...