Ef eitthvað var að söguþræðinum, þá er það hversu stuttur hann er, að mínu mati. Svo var líka pirrandi að þeir endurnýttu tvö borð. Endirinn/endarnir var svona lala. Sith-endirinn var þó betri en jedi-útgáfan. Lucas krafðist þess að það væri comic-relief karakter (ásamt læriföður, ástarsamband, svik os.frv., þetta týpiska) í leiknum, og Proxy stóð sig ágætlega. Það toppar þó ekkert vélmenni hann HK-47, svo kannski hefði verið betra að hafa einhverja lífveru frekar en róbóta.