Hæ! Mér datt í hug að birta hér nokkur spakmæli sem rituð eru í bók sem er í minni eign. Bókin nefnist Viska fyrir okkar öld og er hin fínasta bók. Gjörið svo vel: ,,Að elska er að hætta á að hljóta ekki ást á móti, að vona er að hætta á vonbrigði. En áhættuna verður að taka, því mesta áhættan í lífinu er að hætta aldrei á neitt. Sá sem hættir ekki á neitt, gerir ekki neitt, sér ekki neitt, á ekki neitt og er ekki neitt. Hann getur ekki lært, fundið til, breyst, vaxið, elskað og lifað.´´ -...