Colin McRae hér á fullri ferð í upphitun fyrir breska rallið sem hefst um kl. 19:10 á morgun, fimmtudag. McRae sigraði hér árið 1994,1995 og 1997 en hann tryggði sér sinn fyrsta og eina heimsmeistartitil árið 1995 í þessu ralli með flottum og öruggum akstri. Sjálfur hefur hann sagt að ef hann ætli sér að standa uppi sem sigurvegari á sunnudagskvöld verði hann að aka enn betur er árið 1995. Eins og sést á myndinni er talsvert neistflug undir bílnum enda verður hver einasta beygja skorin eins...