Reka menn nú upp stór augu og spyrja sig hvað grein um Elton John sé að gera hér innan um bílana. Jú, Elton John hefur nefnilega þá áráttu að safna hlutum og þar eru bílar engin undantekning en Elton safnar einnig sólgleraugum og háhælaskóm. Eitthvað er farið að harðna á dalnum hjá kallinum því að 5. júní nk verður haldið uppboð hjá Cristies í London þar sem boðnir verða upp 20 bílar úr safninu hans Eltons. Bílskúrinn hans Eltons, sem hlýtur að vera mjög stór, inniheldur margann glæsivagninn...