Hérna gæti verið ansi athyglisverður atburður í uppsiglingu fyrir mótorsportfólkið. Málið er það að eftir að Colin McRae, sem ekur fyrir Ford, sigraði í Safarí rallinu í Kenya um sl helgi varð hann þar með sigursælasti WRC ökumaður frá upphafi með því að hafa unnið 25 WRCrallkeppnir. Eldra metið átti Tommi Makinen, sem ekur fyrir Subaru, en það setti hann í fyrstu keppni ársins í Monte Carlo. Kvöldið eftir sigurinn birti BBC Sport fréttir af því að McRae hefði skorað M. Schumacher á hólm í...