Eins og gdawg bendir réttilega á þá er best að nota pústkerfi úr ryðfríu stáli enda líklegt að slík kerfi komi til með að endast bílinn og jafnvel gott betur. Ástæðan er sú að það tærist illa og heldur eiginleikum sínum vel við hátt hitastig. Járn telst vera stál þegar það inniheldur kolefnismagn á bilinu 0,008 - 2,1%. Ryðfrítt stál er skilgreint sem járn-kolefnisblanda með amk 12% krómi. Tæringarþolið er til komið vegna þess að súrefnið gengur í efnasamband við króm og myndar mjög sterka...