Ég var einmitt í ferðalagi þarna um daginn, áður en Eilífur dó. Frekar fegin að allir sluppu heilir úr þeirri ferð. Annars var það þannig með öryggismálin að þegar við vorum komin uppá stífluna, og bara á öllu virkjanasvæðinu, máttum við ekki fara út úr rútunni vegna hættu á grjóthruni. Mennirnir þar voru alltaf að tala um hversu mikið væri lagt í öryggið svo það var pínu sjokk að frétta af tveim dauðsföllum og það er ekki langt síðan við fórum…