Ég settist niður á bekkinn með þreyttar og úr sér gengnar fætur og varpaði öndinni. Fullt af fólki, betlurum, túristum, infæddum og…henni. Augun strönduðu á andliti hennar. Ég reyndi að beina augum mínum annað, en þau komust ekki langt, Þau festust aðeins við aðra hluta af henni. Japlið í samferðarfélögum mínum dvínaði út. Hár, augu, fótleggir, fatnaður. Augun mín og hjarta leituðu í sameiningu upp línur hennar og hjarta mitt barðist örar og andadráttur minn þyngdist. En rólegt og friðsælt...