Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Jonzi
Jonzi Notandi frá fornöld 1.184 stig

Chievo Verona: hvað er í gangi ?! (7 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum
Eftir 8 umferðir eru Chievo Verona á toppnum í Serie A með 19 stig, 4 stigum meira en stórveldin AC Milan, Internazionale og AS Roma. Það er óhætt að segja að upp er komin staða sem enginn átti von á í upphafi móts. Stóra spurningin er auðvitað þessi: er liðið einfaldlega í hópi bestu liða á Ítalíu, eða mun liðið láta undan þegar líður á tímabilið ?! Persónulega hallast ég að því síðarnefnda, en þeir hafa samt enst lengur í toppbaráttunni en ég átti von á og ég held að það sé alveg ljóst að...

Fabio Cannavaro : Most Wanted (9 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 1 mánuði
Það er líklega óhætt að segja að fyrirliði Parma, Fabio Cannavaro, sé sá leikmaður sem hefur verið sagður á leiðinni til flestra stórliða í Evrópu án þess að nokkur fótur sé endilega fyrir því. Á síðustu 12 mánuðum hefur hann til dæmis átt að vera á leiðinni til Real Madrid, Barcelona, Man United, AC Milan, Internazionale, Juventus, SS Lazio og Roma. Cannavaro er auðvitað frábær leikmaður, tvímælalaust í hópi bestu varnarmanna heims í dag, svo það er ekki skrýtið að stórlið hafi augastað á...

Rebrov : "Má ég fara til Milan ?!" (0 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 1 mánuði
Hinn vansæli framherji Tottar-hann GottSpur, Serhyi Rebrov, hefur nú farið þess á leit við framámenn liðsins að þeir selji sig til AC Milan. Rebrov hefur ekki fengið að spreyta sig neitt að ráði undanfarið og er nú orðinn hræddur um að missa sæti sitt í byrjunarliði Úkraínu í kjölfarið. Auk þess eru Milan víst alveg til í að grípa kauða, þó maður hefði kannski haldið að það væri nóg að hafa SuperSheva, SuperPippo, Javi Moreno, Kutuzov, Jose Mari (reyndar meiddur fram yfir áramót…). Það má...

Liverani til Lazio - ekki Juve !!! (3 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Það er nú opinbert að leikstjórnandi Perugia, hinn 25 ára gamli Fabio Liverani, hefur gengið til liðs við SS Lazio. I Biancocelesti, eða hinir himinbláu, hafa verið steingeldir á miðjunni það sem af er tímabils og ljóst að bæta þurfti við skapandi leikmanni eftir brotthvarf Veron og Nedved. Mesta furða hvað Gaizka Mendieta hefur verið slappur… Allavega, þá kostaði Liverani 8.5 milljónir punda auk þess sem Lazio sendu ungliðann Emanuele Berettoni til Perugia. Liverani skrifaði undir 5 ára...

Nýir menn hjá AC Milan (7 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Milan hafa nú endurheimt Marco Simone í sínar raðir. Simone lék með AC frá 1989 - 1997 þegar hann fór til Paris Saint-Germain í skiptum fyrir Brasilíumanninn Leonardo, og lék svo með Mónakó og vann þar amk. einn Frakklandsmeistaratitil. Með Milan vann Simone ALLT sem hægt er að vinna hjá Evrópuklúbbi og reynsla hans mun örugglega koma að góðum notum. Einnig voru Milan að tryggja sér 21 árs framherja að nafni Vitali Kutuzov. Kutuzov er fyrirliði U-21 árs landsliðs Hvítarússlands og leikur með...

Ronaldo snýr aftur ! (0 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Það hefur nú fengist staðfest að Hector Raúl Cuper, þjálfari Internazionale, hefur valið Ronaldo í leikmannahóp sinn fyrir leik Inter gegn rúmenska liðinu Brasov í UEFA Cup annað kvöld (20. sept). Þetta eru auðvitað frábærar fréttir fyrir alla boltaáhugamenn, við erum búnir að vera án þessa leikmanns allt of lengi. Ronaldo mun þó ekki vera í byrjunarliðinu, heldur eru það Mohammad Kallon og nýstirnið Adriano sem hefja leikinn í framlínunni. Það eina sem skyggir á gleðina hjá Inter er að enn...

Lazio horfa til Liverpool (3 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Netmiðlar hafa verið að greina frá því að hið lánlausa lið Lazio (amk það sem af er hausti) sé að skoða mögulega arftaka Dino Zoff í þjálfarastólnum. Alberto Zaccheroni hefur oft verið nefndur (þá fyrst fer nú allt í handaskolum - maðurinn kann ekki að stýra stórliði!) en nú heyrist að Cragnotti&co séu að spá í Gerald Houllier, hinn farsæla stjóra Liverpool. Og það sem meira er, Robbie Fowler mun líka vera í athugun hjá hinum himinbláa Rómarklúbbi, ekki síst með hliðsjón af því að Fowler er...

Topplið í vandræðum - þjálfarar í hættu?! (5 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Nú þegar 3 umferðir eru að baki í Serie A verður að segjast að gengi þriggja toppliða er ekki eins við var að búast. Jafnvel spurning hvort tekið sé að hitna undir þjálfurunum. Fyrst er að nefna SS Lazio. Stjörnum prýtt hefur liðið gert þrjú jafntefli við lið sem eiga að vera slakari, og aðeins náð að skora eitt mark! Ekki víst að Sergio Cragnotti nenni þessu mikið lengur. Sagt er að Alberto Zaccheroni (Udinese, Milan) bíði átekta, tilbúinn að taka við. Ekki er það betra hjá Parma. Þeir...

Juventus með auga á unglingi... (2 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Luciano Moggi, framkvæmdastjóri Juventus, segist hafa mikinn áhuga á að næla í rétt tvítugan leikmann Valencia að nafni Vicente Rodriguez. Strákurinn er miðvallarleikmaður, fæddur og uppalinn hjá Valencia og hefur að sögn mann verið að gera hluti með U-21 árs landsliði Spánverja. Moggi hefur verið að splæsa all hressilegum lýsingarorðum á piltinn og segir hann m.a. vera goðsögn í mótun. Allavega hefur Vicente verið að halda Kily Gonzalez á bekknum og það er svosem ágætt út af fyrir sig!...

Hvaða stjarna floppar hjá nýju liði?! (0 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 2 mánuðum

Stampurinn til Lazio (5 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Öllum að óvörum hefur Sir Alex Ferguson ákveðið að selja hollenska varnarjaxlinn Jaap Stam til SS Lazio. Klárlega búbót fyrir hina himinbláu - Dino Zoff er búinn að jarma eins og kvalin geit í allt sumar að hann vanti toppklassavarnarmann til að vera með lið sem geti keppt um Scudettoinn. Lítur út fyrir að hann hafi fengið sinn mann. Um leið er Sergio Cragnotti orðinn óþolinmóður eftir árangri og hann lét hafa eftir sér að nú væri Zoff kominn með allt sem þarf til að slást um ítalska...

AC Milan - Fréttir (5 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 3 mánuðum
COCO TIL LAZIO Fréttir frá Ítalíu herma að Milan hafi selt hinn unga varnarjaxl Francesco Coco til Lazio. Þó ég sjái eftir Coco þá er þetta díll sem kemur öllum vel; Lazio þurfa mannskap í vörnina, ekki síst eftir að Negro og Mihajlovic tjónuðust báðir í seinni leiknum við Copenhagen í undankeppni CL; Milan vantar að laga fjárhaginn eftir hressilega eyðslu í sumar; og Coco fær sjálfsagt fleiri tækifæri hjá Lazio þar sem Terim virðist kjósa að nota Serginho fram og til baka á kantinum. Lazio...

Salas um kyrrt hjá Lazio?!? (5 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Það er komið babb í bátinn hjá Juventus. Marcelo Salas kemur kannski ekki til liðsins eftir allt. Juve eru búnir að samþykkja, Lazio eru búnir að samþykkja, Salas er búinn að samþykkja….en Darko Kovacevic er ekki tilbúinn að samþykkja. Hann átti að fara í skiptum fyrir Salas en launakröfur hans eru búnar að setja málið í uppnám. Hann vill fá 3,3 milljónir USD í árslaun en Sergio Cragnotti er hreint ekki á því að fallast á það. Juve vilja ólmir frá El Matador fyrir helgina þegar 1. umferð...

Fiorentina : svartnættið blasir við. (3 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Það held ég að það sé skítt að vera áhangandi La Viola þessa dagana. Flestallar stjörnurnar eru á bak og burt, og þær fáu sem eftir eru verða líklega seldar á næstunni ef liðið á ekki að fara á kaldan klaka. Nú er svo komið að leyfi félagsins til að leika á Artemio Franchi leikvangnum er útrunnið. Fáist ekki peningar til að borga fyrir endurnýjun leyfisins fær liðið ekki að spila þar í vetur. Eina leiðin til að afla peninganna í tæka tíð er að selja Enrico Chiesa. En þó það tækist (hann er á...

Ný stjarna í Serie A ?! (10 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Það bendir allt til þess að Inter Milan hafi dottið í lukkupottinn þegar þeir fengu til liðs við sig hinn 19 ára brassa, Adriano. Hann kom til Inter frá Flamengo í Brasilíu í skiptum fyrir Vampeta og til að byrja með stóð til að hann yrði fyrst um sinn í láni hjá Venezia eða Perugia enda lítið um laus pláss í stjörnum prýddu liði Internazionale. En frammistaða Adriano á undirbúningstímabilinu hefur heldur betur breytt því og nú hefur Masimo Moratti lýst því yfir að pilturinn fari hvergi...

Fréttir af leikmannamarkaði (5 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Jæja, góðir hálsar. Hér kemur smá slatti af nýjum og nýlegum fréttum og sögusögnum. MARIO JARDEL ENDAR HJÁ MÓNAKÓ Sagan endalausa af brottför Mario Jardel frá Galatasaray virðist loks vera að nálgast síðustu kaflana. Eftir að hafa verið orðaður við AC Milan, Inter Milan, Juventus, Marseille, Porto og Bayern München (er ég að gleyma einhverjum…?) þá virðist nú næsta öruggt að hann gangi til liðs við AS Mónakó. Galatasaray hafa þurft að horfa upp á markaðsvirði Jardels hrapa undanfarnar vikur...

AC Milan krækja í Dalla Bona (0 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Óstaðfestar fregnir frá Ítalíu herma að AC Milan hafi loks unnið kapphlaupið um Samuele Dalla Bona, miðvallarleikmann Chelsea og fyrirliða U-21 landsliðs Ítalíu. Terim þjálfari hefur víst hugsað sér kauða sem varadekk fyrir Rui Costa. Sem kunnugt er voru nágrannarnir í Internazionale líka á eftir honum, en hey…AC eða Inter ??? Hvert færir þú ? (No offense, neroazzuri aðdáendur…)

Enrico Chiesa til Inter Milan ! (0 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Það er ekki lognmollan kringum leikmannakaup hjá Massimo Moratti, frekar en fyrri daginn! Nú berast þær fregnir frá Ítalíu að framherji Fiorentina, Enrico Chiesa, sé í þann mund að skrifa undir 4 ára samning sem gefur honum $3.5M í árslaun. Kaupverðið er 12,5 milljónir punda plús Nicola Ventola. Þið heyrðuð það fyrst frá Jónza á Huganum!

Verða Inter Milan rosalegir ?! (8 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Þetta er spurning sem leitar á mann í kjölfar úrslita á svokölluðu “Moretti” bikarmóti hvar liðið spilaði við ekki minni lið en Juventus og Lazio. Það er skemmst frá því að segja að Internazionale léku á alls oddi, unnu báða leiki sína og stóðu uppi sem handhafi dollunnar á þessu sterka æfingamóti. Inter unnu Lazio 3-0 með mörkum frá Mohammed Kallon og Christian Vieri (brace hjá Bobo!). Það eina sem gladdi augað hjá Lazio var samspil Mendieta og Stefano Fiore sem var vægast sagt magnað á...

Lazio og Parma tapa í CL !!! (8 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Það byrjar ekki gæfulega fyrir ítölsku liðin tvö sem taka þátt í undankeppninni fyrir Meistaradeildina. Lazio tapaði 2-1 fyrir FC Copenhagen og Parma tapaði 2-0 fyrir franska félaginu Lille. Þessum liðum er hollara að girða upp stuttbuxurnar og taka almennilega á því í seinni leikjunum því þau eru klárlega sterkari en andstæðingarnir - á pappírnum amk. Reyndar vantaði Mendieta og Castroman í lið Lazio, sem og Marcelo Salas ( sem hefur gefið sögunum um að hann sé að flytja sig til Juve byr...

Fréttapunktar (6 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Það er nú staðfest að markahrellirinn Mario Jardel fer ekki til Juventus, heldur aftur til Porto. Hann gaf forráðamönnum Juve frest til að setja sig í samband og þegar sá frestur rann út án þess að Jardel heyrði frá þeim gekk hann aftur til liðs við sitt gamla félag. Feginn er ég - Juve hefði vart getað fundið betri mann til að taka við treyju nr 9 og að mínu mati frámunanlega heimskulegt að láta þennan leikmann ganga þeim úr greipum. Paolo Futre, sem í dag gegnir stöðu “sporting director”...

Má bjóða hundasteik ?! (1 álit)

í Hundar fyrir 23 árum, 4 mánuðum
DV greinir frá því í dag að rafvirki nokkur, Fylkir að nafni, ætli að sækja um leyfi til hundaræktunar til manneldis. Fylkir þessi segist þó ekki gera sér vonir um að voffaborgarar slái í gegn eins og skot á Íslandi, heldur hyggur hann á útflutning til Japan hvar hundar þykja herramannsmatur. Máli sínu til stuðnings nefnir hann að fyrir 40 árum hafi fáum hérlendis dottið til hugar að bragða á kjúklingum en í dag sé það með vinsælli kjöttegundum. Svo hann áætlar engu að síður að Íslendingar...

Serie A 2001-2002 (4 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 4 mánuðum
Erum við sammála um það að það eru 5 lið í ítölsku úrvalsdeildinni sem eiga séns í Scudettoinn ?! Á pappírnum að minnsta kosti?! Núverandi meistarar, AS ROMA. Lítið breytt lið frá því síðast, en hey - þeir unnu deildina nokkuð örugglega með þessum mannskap. JUVENTUS. Misstu Zizou, en bættu við sig Buffon, Thuram og Nedved. Ekki amalegt það! AC MILAN. Frekar daufir og óstabílir á síðasta tímabili en hafa keypt hressilega inn, losað sig við minni spámenn og líta vel út. INTER MILAN. Stórt...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok