Alex Ferguson vonar að Raúl verði ekki með Real Madrid í seinni leiknum gegn Manchester United í fjórðungsúrslitum meistaradeildarinnar en hann verður spilaður á Old Trafford. Alex Ferguson segir orðrétt: ,,Það er erfitt að leika gegn Raúl þegar hann tekur sér stöður eins og hann gerði í kvöld. Hann virðist alltaf vera utangarðs hjá þeim og það er ávallt erfitt að ráða við hann. Við þekkjum Zidane og Figo sem eru báðir frábærir leikmenn, en við getum alltaf stöðvað þá. Raúl var mjög erfiður....