Þessi kynslóð sem er að enda núna hefur breytt miklu í hugsunarhætti manna. Tölvur fóru frá því að vera nördalegt, í það að vera líkari bókum eða DVD-spilurum. Að spila leik í tölvu nú til dags er eins og að lesa sögu eða horfa á mynd, maður sér bara söguna gerast fyrir framan sig og tekur þátt í henni. Ótrúlegt nokk, en Halo 2 sló sölumet allra gerða afþreyinga í Nóvember síðastliðnum, og er það nýjasta dæmi um mátt og megin leikjatölvuiðnaðarins í dag. Þeir sem hafa horft á fyrirlestrana...