Ég ætla að gera hérna smá grein til að lífga aðeins uppá þetta áhugamál. (Ég ætla að reyna að halda nafnaþýðingum í lágmarki af því mér finnst bara asnalegt að vera að þýða svona nöfn yfir á íslensku) Minas Anor, seinna kallað Minast Tirith var byggt af Anarion, syni Elendil, og með tímanum varð það stórkostlegasta borgin í Gondor. Eftir því sem ógnin af Mordor óx var nafninu breytt í Minas Tirith (the Tower of Guard). Borgin var hönnuð þannig að það voru sjö hringlaga hæðir, hver hærra en...