Þetta er rangt hjá þér, zeta er víst í íslenzka stafrófinu, sjá hér: http://www.althingi.is/altext/121/05/r14163539.sgml Hins vegar er zeta ekki notuð í opinberri stafsetningu, sbr. eftirfarandi úrdrátt úr fyrirspurninni hér að ofan: „Eins og áður segir eru ákvæði núgildandi auglýsingar um íslenska stafsetningu bundin við afmarkað gildissvið, þ.e. skólakennslu, kennslubækur og embættisgögn. Ekkert bann liggur við notkun bókstafsins zetu utan þessa sviðs ef mönnum býður svo við að horfa.“