Þegar ég fer í skólann og sest niður í bekkinn minn, lít í kringum mig og sé að enginn segir halló, enginn lítur á mig, öllum er sama. Þegar ég sit í frímínútum eða hléi, og finn að það væri bara best að sitja kyrr, kannski læra, til hvers að fara eitthvað, til hvers að reyna að tala við fólk, því finnst ég bara leiðinlegur. Einhver sest við hliðina á mér. Ég fæ hroll með brosinu sem hann gefur mér. Vá. Kannski vill hann vera vinur minn? Kannski…hann brosir aðeins og spyr mig hvað ég segi...