Um daginn sá ég, á einni af göngum mínum, lítinn járnsmið, í moldinni, að berjast í gegnum hans Everest, til að komast hinum megin á gangstíginn. Ég byrjaði að hugsa, er þetta ekki svona alls staðar í heiminum, allir að berjast fyrir lífi sínu, oft fyrir ekki meiru en auka pening, auka sælu, aðeins meira nammi, meira af vinsældum? Eru allir að reyna að komast yfir á hinn bakkann, þar sem grasið er grænna? Ég efast ekki um það að ég er svona líka, alltaf að berjast, berjast fyrir einhverjum...