Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Eitt hressandi (2 álit)

í Metall fyrir 14 árum, 10 mánuðum
Ákvað að skella inn einu hressandi myndbandi með Dimmu Borgum en myndskeiðin eru úr myndinni Hatchet. Það er eiginlega bannað innan 18.

5 ár frá dauða Dimebag (2 álit)

í Metall fyrir 14 árum, 11 mánuðum
Í dag eru 5 ár liðin frá því að meistari Darrell Dimebag var myrtur á sviði af geðsturluðum aðdáanda. Að því tilefni vottum við honum virðingu okkar og bjóðum uppá hvorki fleiri né færri en 4 myndbönd með Pantera og Dimebag í dag. Riff in peace!

Jæja, djókið er búið (29 álit)

í Metall fyrir 15 árum, 1 mánuði
Nú er mál að öllu þessu sprelli linni, enda gallharðir metalhausarnir orðnir þreyttir á því að brosa og vilja fara að fá að vera þunglyndir aftur í friði. Jon Lajoie mun því enda þetta sprelltímabil í bili með sínu frábæra lagi Radio Friendly song. Næsta lag verður valið af YKKUR! Póstið linkum hérna og sá sem verður með mest brútal og totally awesome myndbandið fær það birt.

Nickleback! (22 álit)

í Metall fyrir 15 árum, 1 mánuði
Einhverntíman fóru nokkrir gaurar hérna á áhugamálinu í mega fýlu því að ég dissaði Nickleback. Þess vegna hef ég ákveðið að bæta þeim þetta upp með því að setja lag með þeim hérna, enjoy.

Loits - Haavad Uulitsal (5 álit)

í Metall fyrir 15 árum, 6 mánuðum
Þetta myndband er í boði Benna, bara hans og einskis annars. Þannig að ef þið hafið eitthvað við það að athuga, vælið í honum. (Eða hrósið ef því er að skipta).

Myndböndin (5 álit)

í Metall fyrir 15 árum, 7 mánuðum
Ég vildi bara vekja athygli á því að við erum farnir að breyta þessum myndböndum án þess að setja alltaf inn tilkynningar, það er t.d. eitt brakandi ferskt inni núna. Úlvur ber ábyrgð á því, nema Vefstjóri geri það.

Myndband mánaðarins (14 álit)

í Metall fyrir 15 árum, 10 mánuðum
Jæja kæru vinir, nær og fjær, til sjávar jafnt sem sveita. Það er nú löngu kominn tími á nýtt myndband, og í þetta skiptið er það spánýtt úr pressun, en um er að ræða lagið Priests of Sodom sem verður smáskífulag nýja Cannibal Corpse plötunnar, Evisceration Plague sem dettur í verslanir í næsta mánuði. Njótið og elskið. Keep it real homes.

Mistress! (7 álit)

í Metall fyrir 16 árum, 2 mánuðum
Einhverjir þungavigtar notendur hérna kannast eflaust við breska bandið Mistress (það er eitthvað við breskt brútal þungarokk sem gerir það svo æðislegt), en tveir af meðlimum þess mynda í dag Anaal Nathrakh, en í þessum töluðu orðum er mynd af þeim hér á forsíðunni. En klippan sem ég var að setja inn er sem sagt priceless móment úr Nevermind the buzzcocks þar sem Mistress koma fram í jólaþættinum og spila brot úr nokkrum vel völdum jólalögum. Og fyrir þá sem kannast ekki einu sinni við...

KISS - Heaven's on fire (16 álit)

í Metall fyrir 16 árum, 3 mánuðum
Kominn tími á nýtt myndband, og kominn tími á klassík. Enjoy.

Gorerotted - Only Tools and Corpses (12 álit)

í Metall fyrir 16 árum, 4 mánuðum
Ég varð bara að drífa í að skipta um lag því hitt myndbandið var svo djöfull dull og boring eitthvað. Góð viðleitni samt, prik fyrir það. Nýja myndbandið var valið í skyndisamkeppni þar sem eini dómarinn var ég. Ekki beint minn tebolli, en eins og ég sagði, þá er alveg kominn tími á smá brútal stöff hérna. Ég reyni að gera eitthvað smá fyrir alla svo enginn fari í fýlu. Elskiði friðinn og strjúkiði kviðinn. Ást til ykkar allra.

Nýtt lag jei jei jei (9 álit)

í Metall fyrir 16 árum, 4 mánuðum
Jájájá, nýtt myndband í boði Swoopers. Njótið vel og njótið sumarsins.

Arcturus - Ad Absurdum (15 álit)

í Metall fyrir 16 árum, 5 mánuðum
Jájá, Arcturus - Ad Absurdum, ekki beint minn tebolli, óskalag frá hlustanda. Njótið vel með morgunkaffinu. Farið svo út í sólina og njótið lífsins.

Down - On March The Saints (6 álit)

í Metall fyrir 16 árum, 6 mánuðum
Nýtt óskalag, sirka mánuði seinna. Meistararnir í Down með On March the Saints af nýju plötunni Over the under.

Rotten Sound - Burden (7 álit)

í Metall fyrir 16 árum, 7 mánuðum
Þetta er óskalag, bara fyrir Benna.

Fleiri stjórnendur óskast (7 álit)

í Körfubolti fyrir 16 árum, 8 mánuðum
Daginn. Nú er að fara í hönd mjög annasamur tími í íslenska boltanum (úrslitakeppnin) og þessi sami tími er skammt undan í NBA. Þess vegna væri snilld að fá amk einn VIRKAN stjórnanda inn í viðbót. Ef einhver telur sig hafa hreðjar í starfið endilega skoðið þennan hlekk: http://www.hugi.is/korfubolti/bigboxes.php?box_type=adminumsokn og sendið svo inn umsókn.

Leikmannaprófílar (0 álit)

í Körfubolti fyrir 16 árum, 8 mánuðum
Ég var að spá í að reyna að blása lífi í þennan blessaða leikmannaprófíla kubb. Ef þið hafið áhuga á að skrifa í hann sendið mér prufugrein og ég skal síðan gefa ykkur aðgang ef þið eruð færir um að skrifa nokkuð heilstætt mál á blað. Kv. JohnnyB

Nýr stjórnandi (5 álit)

í Körfubolti fyrir 16 árum, 8 mánuðum
Daginn kæru vinir, nær og fjær, til sjávar og sveita. Þar sem algjört hallæri hefur verið ríkjandi í stjórnunarmálum þessa ágæta áhugamáls síðustu mánuði hef ég ákveðið að bjóða fram krafta mína til að reyna að snúa þróun mála við. Einhverjir ættu nú að kannast við mig sem stjórnanda af öðrum áhugamálum. Við getum a.m.k. orðað þetta þannig að ég er ekki að stíga mín fyrstu skref í stjórnun. Eins og sést á Ofurhuga listanum hérna vinstra megin á síðunni er ég heldur ekki alveg ókunnur á þessu...

KISS - Parasite (22 álit)

í Metall fyrir 16 árum, 9 mánuðum
Jæja, það er kominn tími á eitt gamalt með gömlum meisturum. Parasite með KISS af annarri plötu KISS, Hotter than Hell frá 1974. Hvar væri corpse paint bransinn í dag ef ekki væri fyrir þessa meistara?

Kamelot - Forever (12 álit)

í Metall fyrir 16 árum, 9 mánuðum
Tillaga mrbli var verðlaunatillagan að næsta myndbandi. Allar hinar tillögurnar komu sterkar inn og verða hafðar að leiðarljósi við næstu völ á lögum.

In Flames - Fucking Hostile / Behind Space - Live (14 álit)

í Metall fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Jájájá, löngu kominn tími á nýtt myndband en þar sem Nökkvi félagi minn er svo stafrænt fatlaður er víst ekki skipt um myndband nema ég geri það :P Rakst á þetta á youtube í dag þegar mér leiddist í vinnunni og fannst þetta nokkuð nett. Þarna mætast tvær eðalstefnur, eða groove/thrash og melló death metall. Öflug blanda. Þess má til gamans geta að áður en þeir byrja að spila tileinkar söngvarinn þetta Dimebag, og einhverjum flóðafórnarlömbum í Asíu, en það sést ekki í þessari upptöku, klippt...

JohnnyB er að hætta (32 álit)

í Gamanþættir fyrir 17 árum
Á næstunni mun ég láta af störfum. It's been fun but I'm totally spaced out. Ég bið ykkur vel að lifa. Friends kveðja í tilefni þess.

JohnnyB kveður (7 álit)

í Rokk fyrir 17 árum
Já, þannig er það börnin góð. All good things must come to an end, og eftir mörg ár í starfi hef ég ákveðið að láta staðar numið og mun á næstunni hverfa frá störfum hér á áhugamálinu. Ég þakka fyrir mig og kveð með laginu Still loving you með Scorpions, þótti það eiga vel við þessa stund.

Shinedown - Simple Man (Lynyrd Skynyrd cover Live) (8 álit)

í Rokk fyrir 17 árum
Ákvað að skella þessu inn eftir að hafa rekist á þetta hérna í myndunum. Nokkuð flott cover af mjög flottu lagi. Hjartnæm ræða í byrjun líka.

Kiss - Strutter (7 álit)

í Rokk fyrir 17 árum
Ákvað að smella inn einu klassísku með Kiss. Er að fíla þessa live útgáfu í botn. Eyglóbýfluga fær sérstakar ástarkveðjur með þessu myndbandi.

Anaal Nathrakh - When Humanity is Cancer (14 álit)

í Metall fyrir 17 árum
Settum inn nýtt myndband svona uppá grínið. You like?
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok