Ég reikna passlega með því að Hjalti muni einbeita sér meir að black og death metal og þess háttar böndum, og þess vegna ætla ég að reyna að koma með bönd sem eru aðeins nær yfirborðinu, og mér fannst tilvalið að byrja á Machine Head. Machine Head var stofnuð í Oakland árið 1992 af Rob Flynn (söngur og gítar), Logan Madder (gítar), Adam Duce (bassi) og Tony Costanza (trommur). Síðan þá hefur verið skipt um trommara nokkrum sinnum og fyrir nýjustu plötuna var líka skipt um gítarleikara, en...