Jæja nú held ég að hlutirnir séu farnir að ganga, Parma unnu Fiorentina um helgina, 0-1! Glæsilegt! Á myndinni er Fabio Canavero að kljást við einn leikmann Fiorentina.
Parma menn hafa átt erfitt með að skora mörk og Di Vaio hefur verið nánast sá eini sem eitthvað hefur verið að skora, en það er bara ekki nóg! Hver veit nema að Jardel sé kannski á leiðinni á Tardini og þá kannski fara mörkin að fljúga inn!
Arrigo Sacchi, hinn nýji þjálfari Parma, hefur nú stjórnað liðinu í einum leik, á móti Inter og fór hann 1-1, Marco Di Vaio skoraði markið fyrir Parma en Vieri jafnaði fyrir heimamenn í Inter. Vonandi fara nú Parma að rétta úr kútnum!
Okei, ég þurfti að minnka þessa mynd töluvert til að koma henni inn og þ.a.l. minnkuðu gæðin með! Þið sjáið kannski ekki mikið útúr myndinni en efst stendur að maður eigi að færa sig frá myndinni þangað til maður geti lesið hana, prufið!
Freddie Mercury, besti tónlistarmaður allra tíma, dó þennan dag,24. nóvember fyrir 9 árum (klukkan 21:45 að mig minnir) Hans er sárt saknað enn þann dag í dag, en hann mun lifa að eilífu í hjörtum okkar!
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..