Bohemian rhapsody er náttúrulega tímamótaverk. Það þótti óðs manns æði að ætla að gefa tæplega sex mínútna lag út sem síngúl, og hvað þá jafn kaflaskipt og óhefðbundið lag (ekkert viðlag) og þetta. Óperusöngur í miðju popprokk lagi jaðraði við lagalega skilgreindri geðveiki. En svo varð lagið bara einn stærsti hittari allra tíma, 9 vikur á toppnum í Bretlandi, og jafnframt fyrsta lagið til að toppa listann tvisvar í sömu útgáfu (gefið aftur með Days of our lives 1991). Svo má náttúrulega...