Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Stærsta afmæli ársins loksins! (9 álit)

í Half-Life fyrir 16 árum, 2 mánuðum
Já það er komið að því, hann Friðrik Sigurbjörnsson, Von Frikkus, InsAnE Peacedust og [Freak] lofthaena, er orðinn 20 ára í dag! Hann er í Danmörku í lýðháskóla að sigla um á skútum ef þið viljið óska honum til hamingju þá getiði sent hugapóst til hans frikki88 eða hringt í hann 0045 50 34 38 97 sem er víst danska númerið hans. Til hamingju kæri sundlaugavarðarvinnufélagi!

Haugkaups auglýsing. (3 álit)

í Músík almennt fyrir 16 árum, 4 mánuðum
Hvað heitir lagið sem búið er að vera í Haugkaups auglýsingum núna uppá síðkastið? - Jóhann Ingi.

Snæfellsjökull 5-8. Júní. (2 álit)

í Bretti fyrir 16 árum, 5 mánuðum
Hverjir ætla að mæta uppá jökul næstu helgi? http://bigjump.is/?i=8&b=4,2508&expand=50-1

Óska eftir litlu bretti (140-144cm) (5 álit)

í Bretti fyrir 16 árum, 8 mánuðum
Sendið mér hugaskilaboð ef þið eruð með einhvað í pokahorninu.

AK færð og aðstæður (8 álit)

í Bretti fyrir 16 árum, 9 mánuðum
Kvöldið, ég er að fara á AK næsta Föstudag, getiði sagt mér Akureyringar, hvernig er færðin þarna? Hvernig eru aðstæður? Pallar? Rail og stuff. Please, inform me.

Kattarföt (6 álit)

í Kettir fyrir 16 árum, 9 mánuðum
Hæhæ, vitiði hvar er hægt að fá kattarföt hérna á landinu? Helst einhver hip-hop föt? -Jóhann Ingi.

Könnun. (4 álit)

í Bretti fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Bara svona spá… En það er Akureyri og Hlíðarfjall?

Liverpool - Man Utd (21 álit)

í Knattspyrna fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Vitið hvort hægt sé að hlusta á leikinn á netinu eða jafnvel horfa á hann? Ókeypis þá :) er nefnilega að vinna :)

www.k5.com (4 álit)

í Bretti fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Hefur eeeinhver hérna pantað einhvað af www.k5.com Þetta er það almesta vesen sem ég hef gengið í gegnum við pantanir á netinu. Ég þarf að senda Credit Card Statement. Er það ekki yfirlitið sem maður fær frá bankanum í hverjum mánuði. Svosem hvað maður er búinn notað kortið í svona?

Slétt Permanet (17 álit)

í Tíska & útlit fyrir 17 árum
Góða kvöldið, ég var að spá hvort einhver hér hafi reynslu á sléttu permaneti? Á hvaða hárgreiðslustofu sé besta útkoman? Hvað þetta kostar? Megið endilega segja allt sem þið vitið um þetta. Reynslusögur eða hvað sem er. Kveðja, Jóhann Ingi. P.s. Hildur, ekki hlægja! :þ

Oblivion Vampirism (HJÁLP!) (14 álit)

í Tölvuhlutverkaleikir fyrir 17 árum, 1 mánuði
Kvöldið, ég er hérna í Oblivion og er orðin 100% vampire á lvl 8, ég þarf 5 Grand Soul Gems og ég er með 51 í luck, ég er búinn að fara í nokkra Bandit's Cave en ég finn ekkert þar. Ég get ekki keypt neitt því að það vill enginn afgreiða mig því ég er vampíra. Það sem ég þarf hjálp við er, hvort einhver af ykkur hafið lent í þessu og/eða hvort þið vitið hvar er best að fá Grand Soul Gems.

Leikur. (10 álit)

í Sorp fyrir 17 árum, 1 mánuði
Hefur einhver spilað þennan leik? http://www.leikjanet.is/?gluggi=leikir_spila&leikur=921 Ég er að leika mér í þessu (Er í vinnuni og hef ekkert að gera) og ég næ ekki að komast neeeeitt áfram í þessum leik. Hvernig kemst maður áfram?

glosur.is (9 álit)

í Skóli fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Góðan daginn, ég er hérna í smávandamálum með síðuna www.glosur.is , þannig er málið að ég ætlaði að ná í glósur í FÉL103 en það vantar lykilorð, hvernig virka þessi lykilorð til að ná í glósur? :) - Jóhann Ingi.

Óska eftir PS3 eða X-box360 (4 álit)

í Leikjatölvur fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Óska eftir PS3 eða X-box360, helst ódýrt :) Sendið mér PM ef þið eruð að selja aðrahvora vélina.

Fyrsti snjór haustins fallinn á Bláfjöllum! (14 álit)

í Bretti fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Fyrstu snjókornin komin í Bláfjöll en það hverfur örugglega fljótt eins og öll hin árin. En samt, þetta er skárra en enginn snjór! :) Til hamingju brettafólk! http://www.skidasvaedi.is/category.asp?catid=37

Ísland - Norður-Írland (0 álit)

í Knattspyrna fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Veit einhver hvort það sé hægt að horfa á leikinn á netinu? :) -Jóhann Ingi.

Ég veit ekki hvað ég átti að skýra þennan kork. (28 álit)

í Tilveran fyrir 17 árum, 3 mánuðum
Góðan daginn! Ég er í vinnuni og leiðist og vildi bara segja ykkur að ég er að fara til Tenerife eftir 3 daga með 7 vinum mínum og er ég að fara að skemmta mér í 2 vikur, surfa, djamma, versla, slaka á. Ég bý í Hveragerði og við ákváðum að panta okkur eitt stykki limósíu og tökum við hana héðan úr Hveragerði og skutlar hún okkur út á Keflavíkurflugvöll á Þriðjudaginn. Ég er heelvíti spenntur fyrir þessari ferð, ég fór í fyrra til Benidorm en það var ekkert svaaakalega skemmtilegt þar þótt...

Online shops (7 álit)

í Bretti fyrir 17 árum, 3 mánuðum
Góðan daginn, ég var að velta því fyrir mér hvort þið vitið um einhverja snjóbretta online búðir í Bandaríkjunum? Þar sem eru allir helstu framleiðendur, svosem, Burton, Nitro og fleira? Endilega komið með linka á þær þá :) Með fyrir fram þökk, Jóhann Ingi.

Pappír (6 álit)

í Ljósmyndun fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Góðan dag, ég var að spá í hvort einhver hérna vissi um netsíðu þar sem ég gæti skoðað pappír, er að spá í að hengja upp rastorbated mynd uppí herbergið mitt. Væri líka æðislegt ef þið mynduð geta komið með hugmyndir hvernig best sé að gera þetta. Fyrirfram þakkir - Jóhann Ingi.

Interpol (22 álit)

í Rokk fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Myndi fólk mæta á Interpol ef þeir kæmu til landsins? Sem er nú ekkert svaka líklegt :P Þessi hljómsveit er víst ekki mjög fræg hér á landi en hún er riiisa-stór út í heimi. Og hvað er uppáhaldslagið ykkar með þeim, mér finnst PDA, geeeðveikur gítar kafli sem kemur á um 3 mín… tjekkið þetta lag allavega ;) Kv. Jóhann Ingi.

Pæling... (34 álit)

í Húðflúr og götun fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Ég ætla að fá mér tattoo á bakið og er með 2 tattoo sem mér líst mjöög vel á :) Mig langar til að fá skoðanir ykkar til að hjálpa mér að hugsa… Ég mun samt ekkert fara endilega eftir skoðunum ykkar, bara fá álit og hjálp:) Fyrra - http://www.deviantart.com/deviation/25479891/ Seinna - http://www.deviantart.com/deviation/30689739/ Kv. Jóhann Ingi.

Staðir? (2 álit)

í Litbolti fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Góðan daginn, ég var að spá, vitiði um einhverjar heimasíður, t.d. hjá álverinu? þar sem ég get séð hvað kostar allt saman, og hvenær er opið og símanr. og staðsetning og svona? :) -Jóhann Ingi.

Coldplay á Íslandi? (18 álit)

í Músík almennt fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Góðan daginn. Ég var að spá í einu, vitið þið hvort að Coldplay sé að fara að spila á Íslandi á komandi ári/árum? Kv. Jóhann Ingi.

New Radicals. (3 álit)

í Músík almennt fyrir 18 árum, 5 mánuðum
Ég heyrði lag með þessari hljómsveit, New Radicals og heitir það You get what you Give og er það algjör snilld, þessi hljómsveit hefur aðeins gefið út þetta lag (One hit wonder). En ég var að spá í hvort þið vissuð eitthvað meira um þessa sveit ef þetta má kallast það, hverjir eru í henni osfrv.

American Style... (19 álit)

í Tilveran fyrir 18 árum, 5 mánuðum
Vildi bara láta ykkur vita að ég hata þessa auglýsingu sem er í útvarpinu þar sem einhver kona syngur auglýsinguna, eins og einn vinur minn sagði langar honum alltaf að fá sér American Style en þegar hann heyrir þessa hræðilegu auglýsingu langar honum ekki að sjá það. Burt með sungnar auglýsingar !!
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok