Þegar talað er um Mount Everest dettur flestum í hug: Humm, hæsti tindur í heimi, snjór tja, og snjóskrímsli, hættulegt, óveður og… Edmund Hillary. Edmund Hillary var það lesendur góðir, en í allri umræðunni um fyrsta klifrið á Everest gleymist einn MIKILVÆGUR hlekkur. Já það er nefnilega sérpinn Tenzing Norgay, en hann, ásamt Ný-Sjálendingnum Edmund náði toppnum þann 29. maí árið 1953. Tenzing Norgay var smár í vexti og lét lítið fyrir sér fara. Hann var svarthærður eins og flestir...