Edgar Mitchell, fyrrum geimfari og tunglgöngumaður hjá NASA, sem meðal annars tók þátt í Apollo 14 leiðangrinum, heldur því fram að geimverur séu til. Hann heldur því fram að geimverur hafi ofsinnis heimsótt jörðina en að yfirvöld séu búin að halda því leyndu í sex áratugi. Þetta kemur fram á vefnum news.com.au. Mitchell sem er orðinn 77 ára gamall sagði í útvarpsviðtali fyrir skömmu að heimildarmenn hans hjá NASA hefðu haft samskipti við geimverurnar sem væru litlar og undarlegar á að líta....