Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

áttræðar konur vs. mótorhjólatöffarar. (1 álit)

í Raunveruleikaþættir fyrir 22 árum
Survivor byrjaði ágætlega, og hélst frekar áhugavert þar til eini stuðboltinn sem reifst eitthvað (Ghandia) var rekin út. það er hræðilegt hvað þau (þáttakendurnir) eru öll búin að pæla mikið í fyrri þáttarröðum. Þau eru gegnumsýrð af gömlum stragedíum og samböndum og búin að stúdera þetta eins og hægt er. Næst ætti að setja fólk í þáttin sem hefur aldrei horft á Survivor. Fólk sem er með fordóma eða fóbíu gagnvart þáttunum og vill ekkert af þessu vita. Allir í geggjuðum móral og með stæla,...

"sigurvegarinn" (24 álit)

í Raunveruleikaþættir fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Survivor 4 byrjaði ágætlega og fór sífellt batnandi, mér hefur sjaldan liðið jafn vel yfir sjónvarpsþætti eins og þegar Sean, V, Paschal, Neleah og Kathy tóku saman höndum og sendu snobbhænsnin 4 burt, eitt af öðru… ég var loksins komin nokkuð vel inn í þetta og var á þeirri skoðun eftir mikla íhugun að Kathy ætti sigurinn skilið, sérstaklega þegar hún var ein eftir með 2 pör með sér, hún stóð sig vel og ég verð að viðurkenna að ég varð virkilega reið þegar Vecepia sveik hana. Ungfrú Jesús,...

Strákar mínir.... (32 álit)

í Rómantík fyrir 22 árum, 6 mánuðum
ég er búin að vera að lesa nokkrar af þessum greinum sem eru hérna inn á rómantík, og hef komist að þeirri skondnu niðurstöðu að nær allir karlkyns hérna (ég er ekki að alhæfa, þetta virkar bara svona á mig) eru ofboðslega bitrir út í einhverjar stelpur sem “fóru svo illa með” þá… ef þið virðist alltaf lenda í þannig samböndum að stelpan fer illa með ykkur, og er algjör “tík og píka” (og fleiri hugmyndasnauð skítyrði yfir kvenfólk) þá hljótiði að geta horft aðeins í eigin barm og komist að...

sorgin þyrmist nú yfir okkur Survivor aðdáendur!!! (10 álit)

í Raunveruleikaþættir fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Nú er þessu lokið… úrslitin svipuð og mig grunaði, þó ég hafi aldrei í lífinu reiknað með Kimmy þarna með Ethan. En ég er sátt, því þrátt fyrir að hún hafi aldrei verið í neinu uppáhaldi hjá mér, þá sannaði hún þarna síðustu dagana að það var ástæða fyrir því hvað hún komst langt. Ég hélt alltaf að Big Tom væri bara aumingi, en það var BRILLJANT þegar hann kvaddi, eftir að hann var kosinnn út, og hann sagði eitthvað sætt og væmið, svo sagði hann “love and peace” og gerði peace merkið öfugt...

á stígnum við bókasafnið... (2 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Á hverjum morgni geng ég sömu leið í skólann. Á hverjum morgni sé þig, miðaldra konu, skokka stíginn sem liggur við bókasafnið. Þú ert alltaf þar á réttum tíma Og þú ert alltaf Í grænum buxum, stuttermabol, og með grænt hárband Jafnvel á veturna Þegar snjónum kyngir niður og ég fer í tvær peysur undir úlpuna, sé ég þig skokka á stuttermabol. Og sjaldan þeim sama tvisvar Stundum stendur á þeim eitthvað fyndið Og ég reyni að flissa ekki Og stundum er mynd. En núna um daginn stóð “Samtök...

Stríð (4 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Sviðnandi lík liggja fótum troðin á heitu malbikinu. Einstaka hjarta er kramið í holræsunum. Og það rýkur úr höfðum látinna systkinna þinna. Þú gengur hratt um. Örvænting grípur þig. Meðan þú leitar að foreldrum þínum, passar þú þig að stíga ekki á tætta ættingja annara, Það er erfitt, og þú hrasar um blóðugan fótlegg, lendir á grúfu ofaná einhverju mjúku Og þegar þú opnar augun og stendur upp, sérðu látinn föður þinn Augu hans eru stirð og opin. Áður en þú heldur áfram í leit að móður...

snilld:) (12 álit)

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Það er afskaplega leiðinlegt hvað fáir hafa séð myndina “the Bandits” með Bruce Willis og þeim. Ég fór bara á hana af því að það var uppselt á e-a aðra mynd sem ég ætlaði að sjá, var satt að segja alls ekkert spennt fyrir Bandits, en kom út brosandi með sömu þægilegu tilfinninguna eins og þegar maður hefur verið að versla og kemur heim með poka fulla af nýjum fötum (kannski bara sumir). Allaveganna hef ég verið með myndina á heilanum, endirinn kemur á óvart og reyndar allur söguþráðurinn....

smá hjálp plís :) (2 álit)

í Gamanþættir fyrir 22 árum, 10 mánuðum
ok, þið eruð öll greinilega alveg voðalega mikið inn í friends … mig langar soldið að spyrja, svona sem “smá-fan” (fýla þættina í botn,en er ekki með stöð 2 og of blönk til að kaupa alla þættina)… eru þau að fara að hætta, það eru svo mismunandi sögur í gangi og mig langar bara að vita þetta í eitt skipti fyrir öll.. Takk :)

takk Guð (26 álit)

í Raunveruleikaþættir fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Mig langar að þakka Guði fyrir að aumka sér yfir okkur greyið áhorfendum Survivor með því að reka Frank loksins burt. Ég var, eins og örugglega svo margir aðrir, komin með verk í nýrun í hvert skipti sem ég svo mikið sem heyrði röddina í honum. Og stælarnir við aumingja sæta Brandon. Frank var ekkert nema óendanlega mikil karlremba með hommafóbíu og nöldursýki á háu stigi.. auðvitað eru einhverjir ósammála mér, og eiga rétt á sínu áliti, en hvernig væri heimurinn hefði Frank td. unnið...

loksins liðin (6 álit)

í Hátíðir fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Nú þegar jólin eru liðin er gott að líta aðeins yfir desember og hugsa… var þetta alveg þess virði, ég vil ekki hljóma eins og e-r algjör fýlupúki, auðvitað elska ég jólin eins og allir aðrir, en 1.bekkjar nemi og eyddi 60.000 kr. í desember í jólagjafir. Er það ekki svolítið sjúkt? Jólin eiga að vera “tími gleði og friðar” en eru ekkert nema “tími neyslu”. Hvað fer mikill peningur í jólamatinn, jólatréð, jólaskrautið, jólasveinabúning svo hægt sé að skemmta litlu krökkunum og margt fleira....
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok