Fyrir tæpum 2 árum fékk ég mér Silky Terrier, þá var hann rúmlega 1 árs. Hann byrjaði strax að pissa inni en við héldum að þetta væri bara stress, og einnig gæti hann hafa fundið lykt af gamla hundinum okkar. Fyrst þegar hann kom á heimilið gelti hann mjög lítið en það er farið að ágerast núna. Hann mígur líka inni næstum á hverjum degi, samt fylgjumst við mjög vel með honum og erum alltaf að setja hann út að pissa. Eigið þið einhver ráð handa mér?