Um daginn var ég í sjoppu í Kringlunni að kaupa mér gos að drekka og það kom gömul kelling með litla stelpu og hún ryðst fram fyrir mig og bunar útúr sér: ,,Ég ætla að fá eina með öllu og kók og ís og svala“ og afgreiðslukonan lítur á mig, yppir öxlum og fer að afgreiða konuna. Mér fannst þetta náttúrulega rosalegur dónaskapur og sagði róleg: ,,Heyrðu, reyndar var ég á undan þér í röðinni” og þá segir gamla gribban: ,,Jæja, og getur þú ekki beðið? Eru þér ekki kenndir mannasiðir heima hjá...