Jæja ég er búinn að bíða ansi lengi eftir að einhver skrifi um þetta, en ekkert bólar á því þannig að ég neyðist víst að gera það. Fyrst langar mig til að óska aðstandendum til hamingju með gott kvöld sem tókst vel í flesta staði. Þetta er eitt stærsta skref fyrir útbreiðslu íþróttarinnar á íslandi hingað til. Einnig vill ég hrósa öllum þeim sem börðust þetta kvöld og voru íþróttinni til sæmdar. Umgjörðin í kringum kvöldið var yfir höfuð góð, nógur sætafjöldi, lýsing í lagi, kannski of bjart...