Ég veit ekki hvernig þetta er í danmörku en ég veit að ég tók samræmdu í fyrra með 9,5 í stærðfræði og flutti nú í sumar til Noregs. Ég kunni allt sem er kennt hérna á fyrsta árinu í stærðfræði eftir 8. bekk. Og mér skilst að margt af þessu sem ég er að læra var ekki kennt áður í grunnskóla hérna í Noregi. Ég er eini sem er yfir 9 í stærðfræði í bekknum og margir eru undir 5 stærðfræði. Þannig að ég skil ekki hvað er verið að tala um að ísland er eftir á í stærðfræði þar sem ég kunni allt...