En spurningin er, hversu margir saklausir borgarar þurfa að deyja til að “frelsið” borgi sig. 10.000? 100.000? Þú talar um að bæta framtíð Íraks, en í augnablikinu virðist mér hún ekki vera allt of björt. Á hverjum einasta degi eru mannskæð sprengjutilræði, á hverjum einasta degi eru hermenn og borgarar að særast eða deyja í árásum, á hverjum einasta degi eru nauðganir, mannrán,morð, konur þora ekki lengur að fara út fyrir hússins dyr af ótta við að vera nauðgað, sífellt fleiri...