Af því að við búum ekki lengur í samfélagi þar sem Guð er eitthvað sem er örugglega til, áður fyrr var fólk bara: “Guð er til, af því bara.” En nú búum við í mun upplýstara samfélagi þar sem Guð er ekki bara sjálfsagður hlutur og fólk þarf að gera upp við sig hvort það trúir, en eins og ég sagði áðan þá eru flestir krakkar á þessum aldri ekki nógu þroskaðir til að takast á við þá ákvörðun sem mun kannski móta það hvernig við lítum á heiminn, varanlega.