Ég verð nú að segja það að ég hef ekki mjög mikið álit á álit á Eurovision, en þjóðarstoltsins vegna hef ég ekki getað staðist það að horfa á það til að sjá hvernig okkur gengi. En ég er búinn að heyra þetta svokallaða “Heaven”. Þar sem það eru svona um 2000 lög sem heita þessu frumlega nafni þá vil ég benda á að ég er að tala um framleg okkar okkar til Eurovision 2004. Og þegar ég heyrði lagið fyrst hjá hinum síkáta Gísla Marteini vissi ég ekki hvað ég ætti að gera, hlæja, gráta, æla, eða...