Vegna þess að ég hef í gegnum árin séð lítið annað myndefni heldur en rafgítara, rafbassa og trommusett hér inni á /hljóðfæri þá ákvað ég að senda eina mynd af fjórum bassaklarinettum til tilbreytingar. Frá vinstri: - Leblanc L400 - Selmer USA 1430P - CZ E. M. Winston - Leblanc 330S Fólk sem veit lítið um tréblásturshljóðfæri heldur oft að bassaklarinett séu eins konar saxafónar, en þessi hljóðfæri eru gjörólík - Hönnun saxafóna er „kónísk”, þ.e.a.s., frá munnstykkinu niður í hljóðfærið...