Linux (eða GNU/Linux eins og púrítanar vilja kalla það) er í dag orðið samheiti yfir stýrikerfispakka sem nota Linux kjarnann og byggja á Unix uppbyggingu. Linux býður upp á fullkomið og öruggt kerfi og er mjög notendavænt þótt það sé einnig gríðarlega öflugt. Upphaf Linux má rekja til ársins 1991 þegar að ungur háskólanemi í Finnlandi, Linus Thorvalds, vildi æfa sig í að forrita fyrir Intel 386 örgjöfan og datt í hug að smíða sér lítið stýrikerfi. Hann bauð hverjum sem vildi að aðstoða sig...