Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Súkka til sölu (7 álit)

í Jeppar fyrir 16 árum
Hæ. Ég er með gráa súkku árgerð 95 til sölu. Er smá hækkuð og á 30" dekkjum. Ekin eitthvað í kringum 185 þús og í góðu lagi. Fín í ýmislegt slark eða fikt. Kaðall og skófla fylgir. Óska eftir tilboði. Frekari upplýsingar í einkapósti.

Demparar (1 álit)

í Jeppar fyrir 17 árum, 3 mánuðum
Hvernig dempara þarf ég í súkku sem er eitthvað smá hækkuð? Og hvar fæ ég þá? Hún er hækkuð eitthvað pínulítið með gormum. Dempararnir sem eru í núna eru stærri en orginal… þannig að það er væntanlega frekar hæpið að svoleiðis passi með góðu móti. Ég talaði við einhvern hjá N1 sem gat sama og ekkert sagt mér þannig að það væri fínt að fá einhver góð ráð.

Toyota FJ Cruiser (5 álit)

í Jeppar fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Hefur einhver hérna eitthvað kynnt sér þenna Fj Cruiser frá Toyota, sem er stæling á gömlu jeppunum þeirra? Ég sá einn svona um daginn og verð að segja að hann leit fjandi vel út. En ég get ekki séð að það sé verið að selja hann hérna neins staðar, nema láta flytja hann inn. En hvað segiði, er þetta eitthvað sniðugt tæki eða bara útlitið?

Til sölu: Canon 300D (4 álit)

í Ljósmyndun fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Til sölu: Canon Eos 300D Digital REbel, 6,3mp. Battery grip og auka batterý. 18-55mm kit linsa, með hoodi. Uv filter. Hoya Moose circular Polarizer filter. Hoya Diffuser filter. 512 mb cf kort og usb kortalesari. Lítil og nett Samsonite taska. Batterý, hleðslutæki, linsulok og allir kaplar, bæklingar og hugbúnaður fylgja. Það eru um 7500 rammar á henni og hún er mjög vel farin. Það sést lítið sem ekkert að hún sé notuð. Selst annað hvort í einum pakka eða í sitthvoru lagi ef viðunandi verð...

Spindlar (5 álit)

í Jeppar fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Sælir, getur einhver hérna mælt með einhverju verkstæði eða góðum manni sem gæti skipt um spindilkúlur fyrir mig í sidekick, og þá jafnvel sem fyrst? Búinn að bjalla í nokkur verkstæði í nágrenni við mig en enginn virðist komast í þetta fyrr en eftir svona 2-3 vikur. Planið er að skreppa í einhver ferðalög fljótlega og ég vil vera búinn að þessu fyrst. Ég gæti náttúrulega haldið áfram að ganga á röðina í símaskránniÞað en það væri fínt ef einhver gæti komið með einhverjar hugmyndir, tillögur...

Miði til sölu: Iron maiden A svæði (0 álit)

í Metall fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Með einn miða á A svæði á Iron Maiden, 7. júní. Sel hann á sama verði og ég keypti hann á. Sendið mér skilaboð ef þið hafið áhuga.

Hálendisvegir (7 álit)

í Jeppar fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Nú á víst að heita svo að sumarið sé komið. Eru einhverjir fróðir menn hér með spár um hvenær helstu hálendisvegir muni opna þetta árið. Er drullan eitthvað farin að þorna?

Dekk óskast, sem og upplýsingar.. (3 álit)

í Jeppar fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Sælt veri fólkið. Nú vantar mig dekk fyrir Súkkuna mína. Í augnablikinu er stærð 235/75R15 á honum. Ef einhver á 4 stykki í nokkuð góðu ástandi sem myndu passa undir hann og á þessar felgur þá endilega hafið samband, annað hvort með því að svara hér, eða í davidar@siminn.is. Annars langaði mig að vita, hvað kem ég stórum dekkjum undir svona Sidekick án þess að leggja í einhverjar breytingar? Þessi sem eru á honum núna eru 28“ ekki satt? Ég heyrði einhvers staðar að 30” kæmust undir þessa...

Skúli týndist frá Njálsgötu (0 álit)

í Kettir fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Hæ, Kötturinn minn hefur ekki sést síðan á sunnudag. Hann er bröndóttur fress sem heitir Skúli. Hann er frekar stór, dálítið loðinn og andlitið er frekar flatt (Hann er hálfur persi). Hann er með brúna ól um hálsinn. Hann á það til að laumast inn um kjallaraglugga og gæti hafa lokast inni í þvottahúsi eða geymslu einhvers staðar. Ef þú býrð í miðbænum á nágrenni Njálsgötu þá væri vel þegið ef þú myndir láta mig vita ef þú hefur séð kött sem passar við þessa lýsingu. Hann kemur vanalega heim...

Óska eftir 50mm á Canon Eos (2 álit)

í Ljósmyndun fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Halló, mig vantar einhverja 50mm linsu (eða svipað) á Canon EOS vél. Ef einhver á eina slíka þá má endilega hafa samband. Ég skoða allt.

Bensíneyðsla (8 álit)

í Jeppar fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Sælir, Ég hef tekið eftir því undanfarið að mér finnst súkkan mín farin að eyða töluvert meira en áður. Þar sem ég veit lítið um svona þá spyr ég hvort það er einhver snillingurinn hérna með einhverjar hugmyndir um hvað gæti valdið því eða hvað ég ætti að kanna?

Óskast gefins: Teppi, mottur eða dreglar (0 álit)

í Heimilið fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Óska eftir einhvers konar teppi, mottum eða dreglum gefins. Ef þú þarf að henda einhverju slíku eða átt afgangs láttu mig þá endilega vita og ég skal koma og sækja það. Þetta verður notað í æfingarhúsnæði hljómsveitar og þarf ekkert að líta neitt vel út eða þannig.

Rúður (2 álit)

í Bílar fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Halló! Hvar get ég látið skipta um brotna rúðu hjá mér? Og veit einhver hvar það væri hagstæðast? Takk takk.

Tremolo (1 álit)

í Hljóðfæri fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Er einhver hérna sem á Floyd Rose tremolo sem hann/hún má missa???

Óska eftir Pug (1 álit)

í Hundar fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Veit einhver hvar ég gæti fengið Pug á Íslandi?

Stutt vetrarferð (4 álit)

í Jeppar fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Hæ Nú er ég að spá í að skreppa eitthvað um helgina… Vilja ekki einhverjir koma með tillögur að svona dagsferð eða svo, kannski helgar ferð.. sem gaman er að fara á þessum árstíma og hentar fyrir smávaxna jeppa :)

Landmannalaugar (1 álit)

í Jeppar fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Sælinú! Hversu lengi er venjulega fært fyrir jeppa í smávaxnari kantinum inn í Landmannalaugar? Hefur kannski einhver farið þar nýlega?

Spurning (1 álit)

í Jeppar fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Smá spurning hérna… reyndar ekki beint um jeppa en mér sýnist jeppamenn alltaf vita meira um bíla almennt heldur en aðrir þannig að ég spyr ykkur. Þannig er að ég renndi litla bílnum mínum í skoðun og hann fór reyndar í gegn en það var gerð ein athugasemd, að það þyrfti að skipta um spyrnuþéttingar. Svo pældi ég ekkert í því meir fyrr en áðan.. ég var nefnilega búinn að plana smá bíltúr úr bænum á morgun. Ég hefði náttúrulega átt að spyrja skoðunarmannin nánar út í þetta áður en ég fer að...

Fyrsti jeppinn - vantar ráð (37 álit)

í Jeppar fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Hæ, Ég er að pæla í að kaupa mér einhvern ódýran jeppa til að komast eitthvað út fyrir þjóðveg 1 í sumar. Þá kemur spurningin, hvernig jeppa er best að fá sér…. fyrir einhvern sem vill geta komist kannski eitthvað upp á hálendi og kannski Landmannalaugar og eitthvað þannig? Fyrir einhvern sem hefur ekki mikla reynslu af jeppum eða hálendisakstri (pabbi minn átti reyndar upphækkaðan Cherokee sem ég keyrði fyrstu 2 árin eftir bílprófið en ég fór aldrei neitt á honum)? Og síðast en ekki síst...

Kárahnjúkavirkjun (12 álit)

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Vildi benda á það að undanfarna viku hefur einhver hópur fólks komið saman á Austurvelli á hverjum einasta degi klukkan 12 á hádegi til að mótmæla því að framkvæmdir við Kárahnjúkavirkjun skuli vera hafnar. Því stærri hópur, því mun betra! Hvernig væri að þið látið þetta berast og sem flestir láti sjá sig til að styðja góðan málsstað, þ.e. náttúru Íslands.

Kárahnjúkavirkjun (1 álit)

í Deiglan fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Vildi benda á það að undanfarna viku hefur einhver hópur fólks komið saman á Austurvelli á hverjum einasta degi klukkan 12 á hádegi til að mótmæla því að framkvæmdir við Kárahnjúkavirkjun skuli vera hafnar. Því stærri hópur, því mun betra! Hvernig væri að þið látið þetta berast og sem flestir láti sjá sig til að styðja góðan málsstað, þ.e. náttúru Íslands.

VW rúgbrauð (1 álit)

í Bílar fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Ef einhver á parta í '73 vw rúgbrauð sem hann vill losna við eða veit um gamalt munaðarlaust rúgbrauð sem hægt væri að fá í varahluti má endilega láta mig vita…. Einnig… hvað teljiði að sé sanngjarnt verð í svona bíl sem er í góðu standi?

Óska eftir Marshall JCM-800 eða 900 (3 álit)

í Hljóðfæri fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Ég er að leita að JCM 800 stæðu, helst 100 watta, sem er í góðu lagi en JCM 900 kemur líka til greina. Ef einhver á svona stæðu sem hann vill losna við, eða jafnvel lána mér meðan ég leita :), þá má hinn sami endilega hafa samband.

Skjábögg (10 álit)

í Half-Life fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Hæ! Ég er að lenda í skrítnum vandræðum með CS núna. Ég keyri hann í 800x600 og hef aldrei lent í vandræðum. Núna hins vegar kemur leikurinn bara sem 800x600 kassi með svörtu í kring í staðin fyrir að teygjast og fylla skjáinn (skjárinn minn er í 1024x768). Ég er með win2000 og ATI Rage Mobility 128 skjákort. Ég hef ekki hugmynd hvað getur verið að því að ég hef ekki skipt um skjákortsdrivera nýlega og þetta hefur alltaf virkað fínt með þessum driver. Ég hef reyndar installað nokkrum...

Marshall - verð??? (3 álit)

í Hljóðfæri fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Ég er með eina spurningu! Hvað er sanngjarnt verð fyrir notaðan Marshall JCM 800 magnara með einu 4x12 boxi. Ég er að fara að kíkja á einn á eftir en ég veit ekki enn þá hvort þetta er 50 eða 100 watta módelið. Það væri snilld ef einhver gæti sagt mér eitthvað um hvað er sanngjarnt að borga fyrir svona græjur. Ef einhver vill losna við svona magnara má hann líka tala við mig. Svo að lokum þá er ég með einn Marshall Valvestate 8240 magnara sem ég vil selja. Þetta er 2x12 tommu combó með...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok