Já ég hef heyrt að þessar eldri séu skemmtilegri upp á það að gera. Ég nennti bara eiginlega ekki að fara að leita að þessu á netinu, panta, sækja í tollinn etc. Vildi vita hvort einhver vildi losna við eina fyrst. Sem reyndar gekk eftir, ég er kominn með eina 50mm f1,8 II. Hún er ágæt, en fókus hringurinn er jú óþægilega lítill. Ég finn mér kannski einhverja betri næst þegar ég fer til Bandaríkjanna. Takk fyrir ábendinguna samt.