Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

JHJ
JHJ Notandi síðan fyrir 19 árum, 1 mánuði 222 stig
JHJ….99 prósent af því sem við segjum og gerum er tilgangslaust

Skattur á áfengi , tóbak, og bifreiðar. (63 álit)

í Stjórnmál fyrir 15 árum, 7 mánuðum
Ég hefði viljað sjá t.d skattlagningu og eftirlit á ráðgjafastörf sem unnin er fyrir ríkið þar sem menn og konur maka krókinn eins og engin væri morgundagurinn. Ég hefði viljað að sínfóníuhljómsveit Íslands breyttist í Kvartett Íslands. Ég myndi leggja niður rás2 Ég myndi hækka fjármagnstekjuskatt verulega. Hafa hann í samræmi við stöðu þjóðarbúsins. Ekki einhverja kurteisilega málamyndun sem gerir ekkert gagn. Sýndu hugrekki Steingrímur Joð. Ég hefði viljað sjá Laun Páls Magnússonar lækkuð...

20 Janúar 2009 frábær dagur í sögu "lýðveldisins" (17 álit)

í Stjórnmál fyrir 15 árum, 11 mánuðum
Frábær dagur í sögu “lýðveldisins” ungir sem aldnir að mótmæla gríðarlegri spillingu sem hefur viðgengist hér í allavegana 100 ár. Fólk er að vakna. Annars verðum við að stokka upp í stjórnkerfinu hér og það mikið. Það er í sjálfu sér ekkert að því að hafa flokkapólitík. Hún virkar annarsstaðar eins og í noregi og Svíþjóð og fleiri stöðum. En bara þetta ógegnsæi=spilling verður að uppræta með öllum tiltækum ráðum. En áfram með mótmælin . Það er skýlaus og réttmæt krafa okkar Íslendinga að...

Manni Hryllir við orðum hins virta Roberts Wades um framtíð Íslands (15 álit)

í Stjórnmál fyrir 15 árum, 11 mánuðum
Vöknum. Burt með flokkaerjur og gæluverkefni Það verður að tryggja að fiskimiðin(maturinn okkar) verði eign þjóðarinnar aftur , en ekki einhverjir pókerskiptimynt hjá kvótakóngum. Hér ferðast menn ennþá á þyrlum til og frá vinnu og eiga skömm fyrir það . Hér verður að koma öllum lánum inn í íbúðarlánasjóð og tryggja það að fólk borgi nokkrun veginn sömu upphæð næstu árin og helst alltaf svo bölvaða verðtryggingin éti ekki allt upp eða setji fólk á hausinn. Og hér verður að tryggja jöfnuð ,...

þessa grein skrifaði ég í Nóvember 2005 . hehe (3 álit)

í Stjórnmál fyrir 15 árum, 11 mánuðum
Peninga og hámenntunarkrafa nútímans. Það líður varla sá dagur í fréttunum, Kastljósinu eða öðrum spjallþáttum að verið sé að tala um gildi menntunar sem er gott og gilt. Rektor háskóla íslands er í þessum þætti og rektor HR eru í öðrum þætti. Síðan í öðrum þáttum eru bankastjórar og verðbréfamiðlarar. Spurning mín er sú hvort einhver kann eitthvað með höndunum í dag? Er almenn verkkunnátta á miklu undanhaldi. Reyndar þótt ótrúlegt sé hefur iðn og verkkunnátta aldrei verið “gloryfæjuð” eins...

Lögreglan er ríkisstjórn hvers tíma (24 álit)

í Stjórnmál fyrir 15 árum, 11 mánuðum
Ég verð að koma því á framfæri að með því að stilla aðgerðum lögreglunnar í hóf . Þá er lögreglan að undirbúa kúgunaraðgerðir, gagnvart réttlátri reiði þjóðarinnar . Já ég segi það og skrifa …. þorra þjóðarinnar ..Þótt ekki allir mæti þá er þjóðin með mótmælendum. Ég er mótmælandi . Ekki kommúnisti eða skríll. Ég er íslenskur jafnaðarmaður. Venjulegur íslendingur. Með því að stilla aðgerðum í hóf , þá er lögreglan að byggja upp samúð á sjálfri sér , og hún gerir þetta viljandi Því það er vel...

Manngildi eða auðgildi? (53 álit)

í Stjórnmál fyrir 16 árum, 1 mánuði
Nei þau vinna ekki nótt sem nýtan dag . Flott útkoman til að bjarga heimilunum ef að óðaverðbólga skellur á …Eða þannig.. Einhver jöfnunarvísitala sem dregur örlítið úr hamagangi verðbólgunnar á verðtryggðu lánin. Eitthvað sem engin ætti að geta sætt sig við. Gefum okkur að verðbólgan fari í 50 prósent eða 75 prósent eins og einhverjir spá. Þá eru ansi margir illa staddir og þetta útspil, sem er í rauninni ekkert útspil. Gerir ekki neitt fyrir Íslenska íbúðareigendur með verðtryggð lán. Eina...

Ég kaus sjálfstæðisflokkinn en aldrei meir (51 álit)

í Stjórnmál fyrir 16 árum, 1 mánuði
Þeir sem stjórna landinu með harðri hendi og miklum fasisma eru nokkrir menn sem fela sig í röðum sjálfstæðismanna. Því það er gott að fela sig í þeirra röðum , því sjálfstæðismenn eru upp til hópa einfaldar og trúgjarnar sálir sem halda langflestir að þeir hafi einhver völd með því að gegna einhverjum embættum eða bara vera í flokknum. Sumir halda meira að segja að þeir séu einhvað hærra settir í þjóðfélaginu bara með því einfaldlega að kjósa sjálfstæðisflokkinn. Sjáið bara Árna Matt . Er...

Kolbrún og bleikt og blátt (44 álit)

í Stjórnmál fyrir 17 árum
Mér finnst nú Kolbrún Halldórsdóttir vera mikill hræsnari ef hún er að agnúast út í að börn séu færð í mismunandi liti eftir kyni uppá fæðingardeild. Ég veit ekki betur en að alþingishúsið , perlan, stjórnarráðið og ég veit ekki hvað og hvað hafi oft verið baðað bleikum ljósum , þegar dagur tileinkaður konum hefur verið. Ekki veit ég betur en hún hafi tekið vel í þessa daga eins og við öll ættum að gera . En afhverju voru ljósin ekki blá?? eða græn?? eða bara hvít, því hún og hennar...

Ég er með kosningarkvíða (49 álit)

í Stjórnmál fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Hmm. Ætli einhverjir séu með kosningarkvíða. Sumir eru með prófkvíða. Ekki ég . Ég hlakka alltaf til að fara í próf , einhverja hluta vegna. Takast á við prófið. Verð síðan pirraður og blóta jafnvel upphátt í prófinu ef illa tekst til. Kannski er ég núna með kosningakvíða. Veit bara ekkert hvað ég á að kjósa en mig langar að hægri stjórnin víki um stundarsakir. Kannski til að átta mig á hvort græðgin hafi ekki tekið öll völd á Íslandi. Stór hluti frétta hvers dags , fjalla um hvernig...

Eiður Eimskip og veiku börnin sem fá KANNSKI það sem þau þurfa... (203 álit)

í Deiglan fyrir 17 árum, 11 mánuðum
Sá í Fréttunum í dag (29-1-2007) að Eiður Smári hafi skrifað undir samning við Eimskip. Samningurinn er á sviði markaðs og kynningarmála. Allt gott og blessað um það en mér finnst bara frá mínu hjarta , frekar ósmekklegt og skýrt dæmi um hnignandi siðferði í Íslensku atvinnulífi að hafa börn og sér í lagi veik börn að einhverskonar þungamiðju í gæluverkefnum viðskiptamógúla. Ég meina það . Hvert mark sem Eiður skorar fær eitt félag hálfa millu og fyrir eitt mark í meistaradeildinni fær annað...

Auglýsinginn frá orkuveitunni..hvað er málið???? (23 álit)

í Deiglan fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Þegar ég hef horft á sjónvarpið upp á síðkastið hef ég tekið eftir RISAauglýsingu frá orkuveitu Reykjavíkur. Í þessa auglýsingu er ekkert til sparað og´næst ætla ég að taka tíman á henni því hún er örugglega um 30 sekúntur eða jafnvel lengri og er settur stuttur söngleikur á svið . Nú er ég búsettur í Reykjavík og er orkuveitan eign reykvíkinga. Ég er bara að átta mig á því af hverju orkuveitan ætti að punga út milljónir í svona auglýsingu. Hver er hagur orkuveitunnar á að auglýsa sig svona....

DV og sannleikurinn þeirra ... (52 álit)

í Deiglan fyrir 18 árum, 11 mánuðum
Mér finnst merkilegt þegar Jónas Kristjánsson kemur fram í fjölmiðli og þarf að svara fyrir skrif DV og brot þeirra á siðareglum blaðamanna þá fer hann alltaf að með sömu rulluna um að DV hefur sannleikann að leiðarljósi og vill segja rétt og satt frá. Það getur verið að þeir séu að segja Sannleikann en hann virðist líta fram hjá því að Sannleikurinn sem þeir eru að segja frá getur líka verið rógburður annarra eða misskilningur . Hann Jónas Kristjánsson er ekkert vitlaus maður en hann...

Arkitektar af hverju ráða þeir svona miklu?? (13 álit)

í Deiglan fyrir 19 árum
Ég hef oft verið að velta fyrir mér af hverju arkitektar sem teikna hús , skipti sér svona mikið af því ef einhver vill breyta húsinu sínu eða jafnvel rífa það . Ég geri mér alveg grein fyrir því að þeir teiknuðu húsið og hafa lagt mikla vinnu í það en málið er að mér bara fleiri í þjóðfélaginu leggja mikla vinnu í það sem þeir gera án þess að þeir geta eða vilja skipta sér af högum annara. Dæmi eru um það að Arkitektar neiti fólki um að breyta húsi sínu samkvæmt högum eigenda húsanna. T.d....

Femínistar ,kveneðli og karlaeðli. (12 álit)

í Deiglan fyrir 19 árum
Að mínu mati eru femínistar dæmi um afl sem byrjar vel og berst fyrir sínu og allflestir eru sammála. Ég meina að langflestur hluti þjóðarinnar vilja sanngirni og jafnrétti . Kvennabaráttan byrjaði að taka á sig mynd eftir síðari heimstyrjöldina og fyrir alvöru á 7 áratugnum. Þær sóttu í menntun og fengu betri vinnu sem er bara fínt mál. Launamálinn hafa verið að þróast í góða átt þó betur megi fara og launamunur kynjanna felst aðallega í því hvernig starfið er innan einkafyrirtækis....

Ótrúleg heimska (26 álit)

í Deiglan fyrir 19 árum, 1 mánuði
Alveg ótrúlegt hvað sumt fólk getur gert sér til skemmtunar. Eins og að stunda einelti í gegnum fjölmiðil þ.e.a.s. internetið eins og sannaðist um daginn þegar tveir fullorðnir menn helltu yfir Tryggva “hring” Gunnlaugsson vatni og hveiti og hlupu hlægjandi í burtu. Þetta var bara róni sagði annar þeirra . Lýsir ótrúlegri vanvirðingu fyrir fólki sem minna má sín og hefur þurft að heygja harða lífsbaráttu hvern einasta dag í leit að mat og húsaskjóli. En ofdekraðir úthverfastrákar eiga ekki...

Peninga og hámenntunarkrafa nútímans. (9 álit)

í Deiglan fyrir 19 árum, 1 mánuði
Það líður varla sá dagur í fréttunum, Kastljósinu eða öðrum spjallþáttum að verið sé að tala um gildi menntunar sem er gott og gilt. Rektor háskóla íslands er í þessum þætti og rektor HR eru í öðrum þætti. Síðan í öðrum þáttum eru bankastjórar og verðbréfamiðlarar. Spurning mín er sú hvort einhver kann eitthvað með höndunum í dag? Er almenn verkkunnátta á miklu undanhaldi. Reyndar þótt ótrúlegt sé hefur iðn og verkkunnátta aldrei verið “gloryfæjuð” eins og peningaheimurinn. Í dag ertu ekki...
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok