Jæja, þá kom að því, fyrsta stóra bilunin í mínum fjallatrukk. Fyrir þá sem ekki vita þá er ég á Chevy Blazer K5 á 38" dekkjum, með 350cid bensínvél, TH350 skiptingu ofl. ofl. Um daginn byrjaði bíllinn að hristast þegar ég kom útúr hringtorgum og jók ferðina. Þetta leist mér ekki á og fór yfir allar spindilkúlur, athugaði legurnar, stýrisenda, hjöruliðskrossa og eflaust eitthvað fleira. Ekkert fannst við þessa yfirferð, allt var í toppstandi. Í gær jókst vandamálið, ég fór að finna titring...